Eins og við öll vitum hefur einelti verið mikið í umræðunni sl. Daga. En þann 24.apríl (sumardaginn fyrsta) var haldin opin borgarafundur í mínum heima bæ, um öll málefni, ég og góður vinur minn sögðum frá okkar reynslu af því, en hérna er minn partur…!



Mig langar að segja ykkur svolítið frá þeirri reynslu sem ég varð fyrir í grunnskólanum okkar þegar ég var þar í skóla.

Af hverju er ég á lífi í dag? Það er vegna þess að sambandið á milli mín og foreldra minna var svo gott, ég sagði þeim oftast allt sem gekk á í skólanum og í daglegu lífi. Ástæðan fyrir því að maður lét sig ekki hverfa var sú að maður vildi ekki gera fólkinu sínu það. Stuðningurinn og hjálpin frá foreldrum mínum hafði þar mikið um að segja. Ég heyrði góða klisju fyrir nokkru síðan : “ Ekki gera öðrum þann greiða að drepa þig!

Stuðningurinn frá samnemendum mínum var ekki mikill fyrri parts grunnskólans, en þegar maður eignaðist í raun og veru vini stóðu þeir með manni. Eineltið var samt alltaf til staðar, það gat verið svo lúmskt, smá augnaráð, verið að ýja að einhverju sem hafði gerst. Eineltið sem ég varð fyrir var miklu meira andlegt heldur en líkamlegt, en það kom nú samt fyrir.

Sú ástæða sem ég held að sé fyrir því að ég var lagður í einelti er til dæmis útaf nafni mín, svona í yngstu bekkjum grunnskólans, starfi föður míns, ég var ekki sterkur af burðum, átti erfitt með að læra að lesa. Svo kom eineltið líka framm í því að það var búið að dreifa því um bekkina að maður væri svona og svona, svo auðvitað hafa krakkar á þessum aldri ekki þann þroska að koma til manns og spyrja “er þetta rétt sem ég var að heyra” og ég held að fullorðið fólk mæti líka taka þetta til skoðunar.

Sögusagnir eða gróusögur dregur maður ekki svo létt til baka, þannig að þið getið ímyndað ykkur hvernig það er að ganga inn í bekk eftir svoleiðis.

Allt þetta hafði sálræn áhrif á mig, ég varð lokuð persóna, treysti engum á svipuðum aldri og ég fór ekki það sem maður langaði til, til dæmis út á kvöldin. Maður bara einangraðist ósjálfrátt. Þannig gaf maður ekki tækifæri á að láta níðast á sér að óþörfu. Það komu þeir tímar að maður brotnaði gjörsamlega niður þegar maður kom heim úr skólanum. Ég held að krakkar og unglingar hafa ekki þann þroska til að taka á móti mótlæti. Þau eru ekki eins sjóuð í mannlegum samskiptum eins og við fullorðna fólkið, og brotna kannski undan smá mótvindi.

T.d tók ég allt mjög til mín sem var sagt við mig, ég setti aðra á hærri stall, og hugsaði af hverju er ég ekki eins og þau . Maður varð á vissum tímapunkti eins og aðrir vildu hafa mann. Sem er auðvitað mjög heimskulegt. En eineltið skánaði ekki hjá mér þótt ég væri eins og tuskubrúða. Auðvitað einn daginn vakna menn, þegar við verðum reyndari á lífið og kannski stoppum og hugsum.

Í dag er ég sá sem ég er, og það hefur fleygt mér langt.

Í mínum bekk voru nokkrir einstaklingar lagðir í einelti, held ég að þeir hafa farið verr útúr því en ég. T.d. ber einn bekkarfélagi minn líkamlegt tjón af því ofbeldi sem hann var beittur í grunnskólanum. Fólk sem ég hef rætt við, sem var lagt í einelti man ekki eftir þeim tíma sem það var lagt í einelti. Í raun og veru vill það ekki muna þetta, og mundi líklaga svara því ef hlutlægur aðili mundi spyrja “varstu lagður í einelti?” Það mundi í flestum til fellum svara neitandi.

En það hefur verið sagt af fólki sem unnið hefur í skólanum, að eins mikil grimmd og var í mínum bekk hefur ekki sést síðan. Þeir sem verða fyrir einelti geta alsekki einbeitt sér hvorki við nám né vinnu á vinnustöðum.

Ástæðan fyrir því að ég er hér í dag er ekki sú að finna sökudólg, eða einhvern til að koma sökinni á. Ég er eiginlega að reina að hjálpa sjálfum mér, með því að tala um þetta, og miðla reynslu minni til annarra. Það er örugglega einhver í svipaðri aðstöðu eins og ég var í.

Einn góður vinur minn spurði mig í vetur, af hverju maður væri ekki löngu farinn héðan. En fyrir nokkrum vikum áttaði ég mig á svarinu, ég fór ekki, allir aðrir fóru. Samt, hefði ég farið, það hefði ekki leist neinn vanda, vandinn er hjá mér, maður þarf að vinna í sjálfum sér í gegnum allt lífið.
Til gamans hef ég haft það að leiðar ljósi í lífinu að koma framm við aðra eins ég og ég vil láta koma framm við mig, þetta er gömul tugga, en hún virkar. Ég held að það vanti í samfélagið okkar umburðarlindi gagnvart náunganum, og virða persónurnar eins og þær eru, eins og við öll erum ólík.