góðan dag… ég var ekki alveg viss hvar væri best að skila þessu frá mér en svo bara ákvað ég dægurmál en þó að ég viti ekki alveg hvað það þýðir.
allavega hérna er aðalatriðið, það vill svo til að ég og ein stelpa erum í vinnu og vinnum við það sama hún á hinn bóginn er með sumarvinnu allt sumar í því ég er bara til að leysa af. Svo kom að því að hún átti ekki að hafa “staðið” sig og þá talaði aðstoðaryfirmaðurinn við hana og sagði henni að hún væri rekin og ástæðan sem hún fékk var að hún reykti fyrir framan vinnustaðinn merkt nafninu sínu og átti þar að hafa áhrif á viðskiptavini. (er það einhver ástæða til að reka fólk??? Svo heyri ég einmitt frá henni að hún hafi ekki verið merkt) Svo síðar um daginn hringir aðstoðaryfirmaðurinn í mig til að ráða mig í fulla vinnu yfir sumarið og segir hann mér þá ástæðuna afhverju hún var rekin og þá er reyndar komin önnur ástæða hún var að hún sá ekki nógu vel um rýrnun á matvörum (þá er nú komin ein átæða en samt ekki nóg því að það er nú hægt að fá áminningu í að kippa því í lag).
Núna er ég að spá eru ekki þrjú stykki af áminningum sem er gefið áður en maður er rekinn? og hva þá með að eftir að maður var rekinn þá á maður rétt á því að vinna í 1 - 3 mánuði. Er þetta einhver ástæða til að reka greyið?