Það er staðreynd að víða í veröldinni er konum alvarlega mismunað
og það er náttúrulega ekki nógu gott. Þó er það líka þannig að
margir vesturlandabúar vita bara ekkert hvað þeir eru að tala um
þegar þeir ræða um kynjamisrétti utan þeirra menningarsvæðis
(Oprah, Jane Fonda…). Tökum sem dæmi arabískar konur sem ganga
huldar slæðum frá toppi til táar, með blæju fyrir andlitinu og
alles. Margar þessarra kvenna ganga í þessum búningi algjörlega
ótilneyddar. Þær eru margar mjög vel menntaðar, ýmist í Evrópu eða
Bandaríkjunum, en vilja þó ekki ganga í “venjulegum” fötum að hætti
vestrænna kvenna. Ástæðan er sú að upphaflega er búningur þeirra
hugsaður sem varnarskjöldur gegn “vondu körlunum” sem reyndu að
nauðga þeim á almannafæri (klæðnaðurinn var fundinn upp á
ófriðartímum). Þið sem hafið séð konu í fullum Araba-skrúða ættuð
að vita að hann er mesta turn off. Auðvitað eru ekki allar konur
frá Mið-Austurlöndum hlynntar því að ganga um í draugabúningi alla
daga en þó eru margar sem trúa því enn að búningurinn hafi hagnýtt
gildi, enda eru fáir sem ráðast á konu í þessu í “tubinu” í London
eða e-ð, nema aðrar konur (vestrænar) sem rífa af þeim blæjuna til
að "losa þær undan höftum karl
SubRosa