Miðað við umræðuna í dag þá eru konur í raun rétthærri en karlar ef eitthvað. Eitt atriði er þó enn útundan, þ.e. launamismunur sem enn á eftir að leiðrétta, eða hvað?
Afhverju eru konur með lægri laun en karlar?
Gæti það kannski verið út af því að það er mjög stutt síðan að fyrstu konurnar konu inn á vinnumarkaðinn og að þær séu í raun ennþá að “sanna sig” og sýna fram á að þær geti unnið störfin jafn vel og karlinn. Það er nefnilega þannig að karlmaðurinn hefur alla tíð, frá örófi alda, séð um og aflað “tekna” fyrir heimilið. Það þarf því kannski aðeins meiri tíma en 100 ár til að snúa þessu við.
Það er aldrei talað um það að karlmenn, yfirleitt, eru mun harðari í samninga viðræðum en konur. Spyrjið hvaða yfirstjórnanda sem er, konu eða karl. Hann mun segja að karlmenn eru mun harðari þegar þeir eru að sækja launahækkun en konur. Þetta er staðreynd og eitthvað sem konur þurfa að bæta. Karlmenn eru einnig mun áhættusæknari en konur og það er einmitt eiginleiki sem gefur vel í viðskiptum nútímans, innan eðlilegra marka.
Afhverju tala konur alltaf um það að það séu hinar og þessar klíkur sem starfa í skjóli næturs til að klekkja á þeim? Maður hefur heyrt þær segja: Karlmenn eru í hinum og þessum samtökum sem hafa það sem yfirlýst markmið, að því er virðist, að koma í veg fyrir að konur komist til valda í þessu þjóðfélagi.
Ef tveir einstaklingar sækja um sömu stöðu, þeir eru jafn hæfir þá á að ráða konuna.
Er þetta jafnrétti?
Það hefur sýnt sig að konur víla það ekki fyrir sér að kæra ef þær fá ekki þær stöður sem þær sækja um. Konan er auðvitað svo hæf að það á alls ekki að ganga fram hjá henni, þrátt fyrir það að ráðningarstjórinn sjái kannski fram á að hún henti ekki menningu fyrirtækisins eða hafi kannski ekki það til að bera sem staðan krefjist þá er honum nauðugum viljugum skylt að ráða konuna.
Það sem er farið að fara hvað mest í taugarnar á mér þessa dagana er þetta helv….. væl í konum út af því að allir eru svo vondir við þær. Þær stofna samtök og væla svo í fjölmiðlunum yfir því hvað farið er illa með þær. Þær konur sem ég tala við eru alls ekki sammála þessum einstaklingum og taka flestar undir það að þetta séu eintómar væluskjóður. Það sem kannski er verst við þetta er að hér eru fáir einstaklingar að tala fyrir mjög stóran hóp, meira en helminn þjóðarinnar. Ábyrgðin er því mikil.
Kveðja
Kveðja