Í byrjun þessarar viku fór Landlæknisembættið af stað með verkefnið “Þjóð gegn þunglyndi-fækkum sjálfsvígum”.
En það er átaksverkefni sem á næstu árum á að beina sjónum að þunglyndi sem er stærsti áhættuþáttur sjálfsvíga, í því skyni að fækka sjálfsvígum og sjálfsvígstilraunum eins mikið og hægt er.
Þetta verður gert með fræðslu og upplýsinganeti og uppbyggingu forvarnarteyma um allt land.
Þegar ég heyrði þessa frétt og þá staðreynd að sjálfsvígum fjölgar marktækt á Íslandi, mundi ég eftir áhugaverðri erlendri frétt sem ég las fyrir skömmu á netinu (nánar til tekið að vísindasíðunni www.nature.com), en hefur farið eitthvað lítið fyrir hér á Fróni.
Þessi frétt fjallar um niðurstöður tveggja ransókna á sjálfsmorðstíðni á síðastliðinni öld (1900-2000), í Ástralíu annars vegar og Bretlandi hinsvegar.
Sjálfsmorðstíðnin var svo borin saman við ýmsa þjóðfélagslega þætti og þá kom fram mjög áhugaverð niðurstaða.
En hún er sú að sjálfsmorðstíðni er mikið hærri þegar það er hægri ríkisstjórn en þegar það er vinstri ríkisstjórn !
Báðar ransóknirnar voru með svipaða niðurstöðu (Bæði í UK og Ástralíu), og þrátt fyrir að gert væri ráð fyrir öðrum félagslegum umhverfisþáttum en stjórnarfari, eins og t.d. heimstyrjaldirnar og heimskreppuna, þá voru 17% meiri líkur að karlmenn fremdu sjálfsmorð og 40% meiri líkur að konur fremdu sjálfsmorð þegar það var hægri stjórn við völd.
Þegar sérfræðingarnir sem gerðu ransóknina sem og aðrir fræðimenn í þessum geira voru spurðir hvort niðurstöðurnar kæmu á óvart, voru þeir allir sammála um að svo væri ekki.
Þeir sögðu að einangrun og útskúfun sé algengari í samfélagi sem byggist á samkeppnissjónarmiðum markaðarins og að skortur á félagslegri þjónustu og vinnuóöryggi geti valdið því að fleiri grípa til þess að taka sitt eigið líf þegar það er hægri strjónarfar.
En að þar sem vinstri sinnaðir einbeiti sér meira að jafnrétti sé líklegt að fólk sé afslappaðra og líði betur í vinstra samfélagi.
Í ljósi þessa ransókna og þeirrar staðreyndar að hér hefur verið hægri stjórn í 12 ár og að landlænir kemur nú með yfirlýsingu um að sjálfsvíg hafa verið að aukast marktækt hér á landi, þá getur maður ekki annað en velt fyrir sér hvort það séu einhver tengsl þarna á milli !
Og í framhaldi af því ættu stjórnvöld kanski að hugsa sinn gang um það að þeirra aðgerðir og stjórnunarþættir geta haft bein áhrif á heilsu þjóðarinnar og líf !
———————————–
Heimildir :
http://www.nature.com/nsu/020916/020916-17.ht ml
http://www.mbl.is/mm/frettir/show_framed _news?nid=1034800&cid=1
http://www.vis.is/w eb/web.nsf/pages/frett0108.html
http://www. landlaeknir.is/Uploads/FileGallery/Lydheilsa/Stadreyndi r_thunglyndi.doc