Bannið drepur
Fíkniefnabrot eru að mörgu leyti frábrugðin öðrum brotaflokkum
þar sem þau eru í flestum tilvikum tengd frumkvæðisvinnu
lögreglunnar. Í þessum brotaflokki eru kærendur nánast engir og nánast engin telur sig vera fórnarlamb.
Samt sem áður eru það margir er telja sig hafa eitthvað um það að segja, hvort einhverjir kjósi að neyta efna sem eru eða voru á bannlista.

Góðar hvatir

Hjá flestum Íslendingum er vilja banna fíkniefni liggja góðar hvatir að baki, og ber að virða það.
En í einfeldni sinni, þá áttar það sig ekki á rótum vandans. Það dugir skammt að lýsa yfir banni á vandamáli, heldur þarf að komast örsökum þess .
Þeir sem halda að hægt sé að stöðva fíkniefni með lögum eru á villigötum. Maðurinn hefur verið til í 180.000 ár og allan þann tíma haf fylgt honum

fíkniefni er hann hefur brúkað í daglegu lífi eða sér til skemmtunar. Það er ekki hægt að stöðva eðli mannsins með lagabókstaf, og er það full sannað.

Æsifréttir og Forvarnir

Þeir sem eiga sök á þessum ranga hugsanahætti almennings er að mestu leyti fréttamiðlar og einnig eiga forvarnir hlut að máli með hræðsluáróðri

sínum.
Fréttamiðlar þurfa jú að selja blöð sín og tímarit, og hvað er þá betra en æsifréttir tengdum undirheimum og fíkniefnum.
Það kallast forvarnir þegar uppgjafa fíkill mætir á svæðið og segir hversu fíkniefni eru slæm.
Svipað væri að láta róna á Arnarhóli sjá um að kynna vín, allir sjá fáránnleikan í því.
Ekki er hægt að taka mark á öfga-lifnaðarháttum, sama hvort viðfangsefnið er spil, fíkniefni eða áfengi. Allir öfgar eru jú slæmir.

Verðum við mikið vör við fíkniefnaneyslu?

Ekki er hægt að segja að við verðum mikið vör við fíkniefnaneyslu, ef áfengisneysla er undanskilin.
Ef skoðuð er úttekt lögreglunnar á haldlögðum efnum má gera sér í hugarlund hversu mikið er af fíkniefnum í umferð.
Reglan kallast “5% reglan”, sem felur í sér að yfirvöld leggi aðeins hald á 3 - 5 % af fíkniefnum er smyglað er til landsins. Samt er það talið að miða við

5% sé of hátt viðmið, frekar ætti að miða við 1 til 2%.


***Haldlögð efni árið 2001***


Kannabisefni Tegund Mælieining Haldlagt
Hass g 46.857,54
Fræ g 24,52
stk 330,45
Plöntur stk 903,00
Marihuana g 1.214,70
Tóbaksblandað hass g 134,87

Örvandi efni Amfetamín g 1.018,94
stk 2,00
Kókaín g 5 98,87

Ofskynjunare E-tafla g 293,02
stk 93.715,50
LSD stk 40,00
ml 0,00


***Fíkniefni í umferð samkvæmt 5% reglunni árið 2001***

Kannabisefni Tegund Mælieining Haldlagt
Hass g 937150,8
Fræ g 490,4
stk 6609,0
Plöntur stk 18060,0
Marihuana g 24294,0
Tóbaksblandað hass g 2697,4

Örvandi efni Amfetamín g 20378,8
stk 40,0
Kókaín g 11977,4

Ofskynjunare E-tafla g 5860,4
stk 1874310,0
LSD stk 800,0
ml 0,0

Ef skoðuð er taflan samkvæmt fíkniefni í umferð, sést að það er dágott magn af fíkniefnum í umferð.
Ef bara Kannabisflokkurinn er skoðaður kemur í ljós að hver og einn Íslendingur neytti um 4,3 gramma af kannabisefnum á árinu 2001. Og er þá

miðað við að löggæsluyfirvöld nái 5% af smygl-tilraunum.

Fíkniefnaneytandi = illur maður

Sú ranghugmynd virðist hafa fest rætur á Íslandi að fíkniefnaneytandi sé ill sál, hver man ekki eftir persónugervingu Djöfulsins undir yfirskininu “Ef

hann býður þér fíkniefni, þá er hann ekki vinur þinn”.
Margir foreldrar hreinlega kaupa handa börnum sínum áfengi, og eru þau þá orðin Djöfullinn uppmálaður samkvæmt þeirri kenningu.
Flest allir er neyta fíkniefna verða ekki fyrir andlegu eða líkamlegu tjóni eða öðrum skakkaföllum. Þeir, m.ö.o hafa stjórn á sinni neyslu.
En til eru þeir er kunnna sér ekki hóf, sama í hverju neyslan felst.
Það er enmitt þessi örlitli hópur sem er hafður til viðmiðunar, þegar fjallað er um fíkniefni.
Ef sama gilti um allt, þá hefði enginn ökuréttindi, því fáir hafa ekki þroska til að bera þau.
Byssur væru bannaðar því sumir hafa orðið uppvísir að nota þær til manndráps.
Áfengi væri stranglega bannað, því það hefði splundrað fjölskyldum, og lagt líf margra í rúst.
Og svo mætti halda áfram endalaust.

Undirheimarnir

Versti óvinur samfélagsins er undirheimurinn, þar gilda aðrar reglur og þar eru flestir glæpamenn samkvæmt lagabókstafnum.
Það er því ekki í nein skjól að venda fyrir þá er tilheyra þessum heimi.
Vændiskonur eru glæpamenn og geta því ekki leitað sér aðstoðar ef á þeim er brotið.
Sama gildir um fíkniefnaneytendur, því þeir eru ótýndir glæpamenn samkvæmt lögum.
Ágætis dæmi er ungi maðurinn er rændi Sparisjóðinn í Hfj. fyrir nokkru. Hann var skuldugur
upp fyrir haus vegna fíkniefnakaupa. Hann var með rukkara á hælum sér og í örvæntingu sinni
rændi hann bankann.
Það er þannig, að um leið og einhver vara er bönnuð, þá taka undirheimarnir við þeim. Með öðrum orðum,
Öll bönn eru þeim góð er stunda sölu á bönnuðum vörum, því um leið og vara er bönnuð, þá eykst tekjulind þeirra er stunda sölu á bannvörum.
Um leið og refsiramminn er þyngdur, þá hækkar verðið. Það er bara gott fyrir seljandann, en verra fyrir neytandann.
Það er því ekki skrýtið að glæpahópar hafa orðið uppvísir að því að styrkja forvarnir, en með þvi eru þeir að
styrkja bannið og þannig að halda þeir sínu veldi.
Það þarf svo enginn að deila um í hvað gróðinn er notaður, hann er notaður í ýmiskonar undirheimabrask s.s.mannsöl, vopnasölu og fl..


Við eigum að hjálpa

Þegar barn eða einstaklingar verða fyrir skakkaföllum í lífinu þá eigum við að rétta fram hjálparhönd.
Rangt er fangelsa rónan á Arnarhóli eða fíkniefnaneytandann, fíklar eru mannverur alveg eins og við hin. Þeir erumannverur er lent hafa
villu vegar og vantar aðstoð.
Það versta sem hægt er að gera er að útskúfa hann, þá verður leiðinn heim enn þyngri og erfiðari yfirferðar.

Heimildir: Vefur Ríkislögreglustjóra

Kv.

Moondance
Ekki er hægt að miða siðferði í dag við siðferði áður fyrr.