Rosalega brá mér er ég rak augun í Helgarblað DV hér fyrir stuttu.
Þar var risastór mynd af Davíð Oddsyni og fyrir neðan stóð stórum stöfum: DAVÍÐ ÓVINSÆLASTUR ALLRA!.
Alveg finnst mér það svívirða að blaðið sem að er næststærsti fjölmiðill landsins brjóti þar á bak þá grunnreglu sem að allir fjölmiðlar eigi að kunna, en það er að taka enga afstöðu með pólitík né nokkru öðru, heldur að sýna skarpa og hlutlausamynd af gangi mála. Þetta sýnir kannski þá þær stjórnmálaskoðanir sem að ritstjórn blaðsins aðhyllist og sé að hjálpa stjórnarandstöðunni með því að skvetta olíunni á eldinn, því að um þessar mundir er Davíð og fleiri búnir að sæta harðri gagnrýni vegna öryrkjamálsins.
Ég vona að DV geri sér grein fyrir mistökum sínum og biðjist velvirðingar til landsmanna