Hvað er jafnrétti?
Jafnrétti er þegar hver manneskja er metin af eigin verðleikum, ekki af því að vera kona, karl, hvítur, svartur, rauðhærður eða hvað annað. En það er ýmislegt sem að vantar í umræðuna til að hún snúist um jafnrétti. Það virðist vera töluvert margir sem að eru hrifnir af svokallaðri jákværi mismunun. Ég ætla að byrja á að samþykkja það að á undanförnum áratugum hefur ekki alltaf verið jöfnuður meðal kynjanna. En það verður að horfa til þess að fólk er almennt lágmark 50 ár á vinnumarkaðnum. Þess vegna má færa rök fyrir því að margir þeirra sem að eru í góðri stöðu á vinnumarkaðnum í dag hafa notið þess að markaðurinn var ójafn þegar þeir hófu störf. Þetta er því miður bara afkvæmi þess tíma sem var og er sem betur fer liðin. En því miður er engin leið að rétta hlut þeirra sem var mismunað á þeim tíma. Því það réttir ekki þeirra hlut að mismuna þeim karlmönnum sem að nú eru að koma út á vinnumarkaðinn. En við lifum sem betur fer á breyttum tímum. Það eru góðar líkur á því að í framtíðinni munum við njóta jafnrétti og þá jafnrétti sem að verður til án þess að mismuna þeim hópi sem að hefur það betur á hverjum og einum tíma. Vegna þess að á endanum munu þær stofnanir og fyrirtæki sem að ráða til sín hæfasta starfsfólk sem að það hefur völ á mun ganga betur á markaðnum. Þau fyrirtæki og stofnanir sem að á hinn bóginn ráða til sín starfsfólk á öðrum forsendum en hæfni mun ganga verr. Auk þess er alltaf verið að tala um svokölluð kvenna og karlastörf og að það eigi að opna leið fyrir konur inn í karlastörf og öfugt en það mun eingöngu valda því að þegar þeir sem að eru nú í þeim stéttum fara á eftirlaun þá snýst dæmið við. Ennfremur gætum við eftir nokkra áratugi séð fram á að karlar beri skertan hlut á við konur ef að við göngum of langt. Svona jójó verður engum til góða og ef við ætlum að handstýra þessum málum á þann hátt sem að nú er verið að tala um þá munum við öll gjalda fyrir það karlar, konur og þjóðfélagið.