Ég var að horfa á opra á stöð 2 í dag. og þar var verið að tala
um slæma meðferð á konum í heiminum. og mér sýndist jane fonda vera komin þarna í viðtal. og mér heyrðist ekki betur en hún væri að fullyrða að í dag sé alþjóðleg herferð í gangi sem er skibulögð af körlum til að kúga konur.
en það sem vakti furðu mína var að þarna sátu þær opra og jane fonda. og töluðu um lönd sem eru okkur framandi. lönd sem eru hinu meigin á hnettinum. og þetta eru lönd sem eru með menningu sem við eigum ervit með að skilja.
en það kom ekkert fram í þessum þætti. það kom bara fram að karlar væru að kúga konur og jafnvel ganga af þeim dauðum. og þá fannst mér vera talað um karlmenn í heild. og allir settir undir sama hatt.
og mér fannst eins og jane fonda lifði í öðrum heimi. heimi þar sem er búið að sameina allar þjóðir. og öll menningarbrot. og alla siði og venjur í eina þjóð sem væri stjórnað af körlum. og þessi þjóð sem stjórnaði heiminu væri að gera út af við konur.
ég veit ekki hvað er í gangi. mér finnst þetta svo innilega óréttlátt að koma með sona umræðu, því það var eins og það vantaði raunsæja innsýn. afhverju töluðu þær ekki um menninguna sem er í þessum löndum. og þá siði sem tíðkast.
mér finnst þetta fáfræði. eins og það var eitthvað talað um að stofna sjóð fyrir konur í þessum löndum. og þá yrði konum sendir sona um 25 dollarar. sem er mikill peningur t.d í indlandi. og þær gætu þá tekið rútu og flúið að heiman.
en hvað gagnar það þeim. ég meina. þær þyrftu að komast úr landi því að ef þær kæmust til næstu borgar í sínu landi. þá tæki bara sama kúguninn við. því hugsunarhátturinn og venjurnar eru örugglega alveg eins þar.
ég veit ekki hvort þið hafið séð þennan þátt. en mér finnst að konur ættu að fara að sjá að siðir og venjur eru óvinurinn, og ég persónulega hef ekki orðið var við það að þær stelpur sem ég hef kynnst hafi ekki getað sagt sína skoðun. eða ekki getað tekið ákvarðanir sjálfar.