Ég tel að aldurstakmörk í þjóðfélagi okkar fari pínu út í öfgar og væri ég til í að sjá miklar breytingar í þessum málum í nýju ríkisstjórninni. Tel ég að það mætti stokka þetta allt upp á nýtt. Ég skil að vissu leiti af hverju þetta er svona en ég er þó ekki sammála því og tel ég að með svona lögum sé hreinlega verið að ofvernda ungu kynslóðina sem ég tel ekki vera sniðugt. Það mætti breyta mörgu t.d. með aldurstakmörk á kvikmyndum/tölvuleikjum og annað, en vil ég frekar tala um lög um áfengisaldur sem ég tel vera fáranleg og ekki henta samfélagi okkar.
Nú er ég aðeins 17 ára og því skil ég að mörg ykkar eigi eftir að dæma þessa grein strax og halda að ég hafi ekki þroska til þess að hafa rétt álit á þessum lögum og mun líklega breyta skoðun minni á næstu árum. En þó tel ég mig alveg hafa ágætan þroska og lífsreynslu til þess að vita það að það mætti breyta þessum lögum. Það er eins og það séu alltaf fertugar húsmæður sem að fá orðið yfir hversu hræðilegt allt sé og það þurfi að vernda ungu kynslóðina fyrir því, finnst vanta gífurlega rödd unga fólksins í umræðum og annað yfir svona málefni. Svo ég vona að þið íhugið þetta án þess að vera með fordóma og annað. Það er auðvitað miklu auðveldara að segja að þessi lög eru bara alveg í lagi þegar maður sjálfur er 20+ ára. Ég bara vil að við breytum þessi á Íslandi í átt að öðrum Evrópulöndum í stað þess að vera svona nálægt Bandaríkjamönnum í þessum málum. Þetta gengur held ég alveg ágætlega í löndum eins og Portúgal og Ástralíu.
Áfengislögin í dag tel ég án vafa vera algjörlega fáranleg. Í raun tel ég þetta vera ein af fáranlegustu lögum á Íslandi, finnst við vera of nálægt Bandaríkjamönnum í þessum málum, var nú einusinni 21 ára hérna eins og þar. Ég vil að t.d. léttvín og bjór sé leyfilegt fyrir 16 ára og eldri, en svo sterkt vín fyrir 18 ára. Ég vil hafa það þannig að bjór og léttvín sé hægt að kaupa í marvöruverslunum (á öruggum stað þar sem krakkar geta ekki stolið því) og að sterkt áfengi sé aðeins hægt að kaupa í ríkinu og svo á þeim veitinga- og skemmtistöðum sem að selja áfengi. Að mínu mati er félagslíf fólks á menntaskólaaldri vera frekar lélegt og finnst mér í raun sorgleg þessi ”barátta” milli þessa fólks og dyravarða hjá skemmtistöðum hvort maður kemst inn eða ekki. Jú það er eitt og eitt ball hjá skólum en að mínu mati er það ekki nóg, einnig er komið fram við þá sem að snerta áfengi á þessum viðburðum eins og þeir séu stórglæpamenn og er hreinlega hent fólki út í röðum fyrir að hafa brotið reglurnar að drekka ekki áfengi.
Með því að lækka aldurinn þá væri hægt að hafa sér ”unglingastaði” fyrir 16-20 ára, en þar væri ekki selt sterkt áfengi heldur bara léttvín, bjór og aðra drykki innan vissa % marka. Þessi breyting myndi valda því að minna væri um unglinga að ”trufla” eldra fólkið á hinum stöðunum og myndu dyraverðir örugglega verða ánægðir að lenda í færri unglingum. Gætu þá loksins byrjað að einbeita sér betur að t.d. líkamsárásum og nauðgunum á skemmtistöðum í stað þess að sjá um að unga fólkið sé ekki inni. Ég hef alltaf haft það álit að menntaskólaldurinn sé ”partý” aldurinn þegar allir eiga að skemmta sér rosa mikið, og finnst hreinlega fáranlegt að það sé ekki hægt að byrja að stunda skemmtistaði fyrr en á lokaárinu í menntaskóla. Almennt í Evrópu er áfengisaldurinn annað hvort 16 eða 18 ára og því hef ég aldrei skilið af hverju Ísland er með svona strangar reglur í þessum málum.
Ástæða þess t.d. að Bandaríkin eru með 21 ára aldurstakmark á áfengi er til þess að koma í veg fyrir að unglingar séu að aka undir áhrifum áfengis, er þetta kannski líka ástæðan hjá okkur ? Áður var áfengisaldurinn 18 ára í Bandaríkjunum en dauði ungs fólks í umferðinni var gríðarlega mikið og því var aldurinn hækkaður upp í 21 og er talið að það hafi bjargað 15 þúsund manns á 25 árum í Bandaríkjunum. En væri ekki betra bara að herða baráttuna almennt gegn því að fólk keyri undir áhrifum, í stað þess að hafa aldurstakmarkið svona hátt ? 20 ára aldurstakmarkið er langt frá því að stöðva unglinga í því að drekka, og í raun eina sem það gerir er að gera ungt fólk að ”glæpamönnum” fyrir það að vilja drekka og skemmta sér eins og hinir félagarnir. Í alvöru er það ekki fáranlegt að maður verður fullorðinn og getur gift sig áður en það er hægt að fá sér bjór ? T.d. í Bandaríkjunum getur einstaklingur farið í stríð í Írak eða farið út í búð og keypt skammbyssu 3 árum áður en hann getur keypt sér bjór. Ég held að Bandaríkin sé gott dæmi um þar sem algengt er að fólk gerir uppreisn út af ströngum lögum þar um t.d. áfengi.
Sjálfur gerði ég ”samning” við móður mína þegar ég var 16 ára. Þá taldi hún mig vera kominn með þroska til þess að ráða við það að kíkja á skemmtistaði með vinum mínum og jafnvel smakka áfengi, henni líkar ekkert rosalega vel við það út af áfengisvandamálum í fjölskyldunni en við höfum samning um það að ég geri þetta í hófi og keyri ALDREI ökutæki undir áhrifum áfengis. Ég man nú að fyrir nokkrum árum þá heyrði ég hryllingssögur frá ættingjum að ef ég myndi smakka einn sopa af áfengi þá myndi það líklega breyta mér í áfengissjúkling út af sögu fjölskyldu okkar. Þetta finnst mér ekki sniðug aðferð og hef ég sannað að þetta er algjörlega rangt og drekk áfengi í hófi, ég fæ mér í glas svona 1x í mánuði og þó ég finn kannski fyrir smá áhrifum geng ég sjaldan það langt að verða blindfullur, nema ég er kannski að halda upp á eitthvað eins og áramót eða afmæli.
Ég skil vel að það er mikið um áfengissjúklinga á Íslandi en með því að gera þetta ”bannað” er í raun verið að gera þetta meira spennandi og auka líkur á að það sé misnotað. Væri mjög jákvætt ef að maður gæti bara drukkið létt áfengi fyrstu 2 árin og er einstaklingurinn þá undir forræði foreldra sem að geta leiðbeint börnum sínum í hvernig á að drekka áfengi áður en þau fara út í stóra heiminn. Væri líka sniðugt að hafa lög eins og í Bretlandi sem að leyfa börnum að smakka t.d. vín með mat ef þau eru 5 ára og eldri, þetta hjálpar til að breyta ímyndinni um áfengi. Fær fólk frekar til þess að lýta á þetta sem drykk frekar en vímuefni til þess að misnota.
Sjálfur veit ég um dæmi þar sem ungt fólk á Íslandi hefur verið að keyra undir áhrifum áfengis til þess að sleppa við það að þurfa að segja foreldrunum frá. Ég meina ungt fólk getur byrjað að keyra bíl 3 árum áður en þau geta byrjað að drekka áfengi, að keyra í partý og koma svo heim með leigubíl lýta foreldrar á sönnun fyrir því að unglingurinn hafi verið að brjóta lögin og drekka áfengi. Því taka sumir bara áhættuna og keyra heim þó þau hafi drukkið áfengi. En ég hef ekki hugmynd um hversu algengt þetta er almennt, en ég er bara að segja að ég veit um dæmi.
Í gamla daga þegar áfengi var algjörlega bannað fyrir alla, þá var það nú ekkert að virka. Fólk stalst í það að drekka áfengi ólöglega. Alveg eins og í dag eru núverandi lög ekkert að koma í veg fyrir að unglingar drekki áfengi. Í raun eykur það bara líkur á að þau drekki t.d. landa eða fari í sterkari vímuefni við það að vera úti á götum borgarinnar um helgar. Í stað þess að vera t.d. á sérstökum “unglingastað” með eftirliti eða þá í partý hjá félaga sem að sér ekkert að því að hafa foreldra eða eldri systkini á svæðinu.
Með von um að ríkisstjórnin endurskoði núverandi lög, Kveðja Geiri.