Júróið var bara fínt í ár, fannst austuríska lagið mjög fínt, Botnleðja hefði varla toppað þetta, líka lagið sem vann og það belgíska.
Okkar framlag var frambærilegt og Birgitta brilljant.
En eitt var þó til að skemma þessa keppni sem virðist batna ár frá ári, og það er kynnirinn… Ég vil helst að við sendum einhvern hamingjusamari næst, einvhern sem tuðar ekki stanslaust um þýska ferðamenn og “frændur” okkar sem skulda okkur stig.
Í dagbók sinni á netinu tala þeir félagar mikið um hve stór hluti af Eurovísjón pressunni séu samkynhneigðir karlar. Ég legg það til að okkar næstu fréttaritarar á staðnum séu einhverjir hressir hommar, einhverjir sem geta látið smáþjóðabaggann niður og bara skemmt sér með okkur hinum óháð því hvernig okkur gengur í það skiptið.