Ég bara varð að gera smá læti yfir grein sem ég las á mbl.is fyrir stuttu, þar kom fram að maður með sitt eigið fyrirtæki hafði svikið ca. 10 millur undan skatti yfir nokkur ár. Ekkert athugavert að refsa honum fyrir það en sektin hljómaði uppá 20,5 milljónir!!!! Semsagt bæta helming ofaná, þess má geta að engin starfsmaður ríkis né bæjar hefur þurft að fá áfallahjálp vegna þessa stórglæps og megum við teljast heppin að búa í landi þar sem harkalega er tekið á svona stórkrimmum.
en svo er það hitt, kynferðisglæpir sem virðast ekki vera eins alvarlegir og auðgunarbrot, en samt á maður smá séns á að fá smá vasapening ef maður kærir nauðgara, fjöldi fólks bíður aldrei sálarlegar bætur fyrir þessháttar brot og skemmst er að minnast heyrnarlausrar stúlku sem er margoft búin að reyna að drepa sig vegna geðröskunar sem er bein orsök misnotkunar í æsku og á unglingárum. Tryggingastofnun neitaði að borga kostnað til að hægt væri að senda hana til Svíþjóðar á spítala sem er sniðin að hennar þörfum.
En spurningin er sú, eru þessir dómar mistök eða hreinn og beinn vilji löggjafarvaldsins. Það bendir allt til þess að að þetta er vilji löggjafarvaldsins, það er ekki eins og ríkið hafi ekki haft tíma til að breyta þessu.
Svo hitt að fjárlög til lögreglunnar verða skert núna strax eftir kosningar sem er mjög skrítið í ljósi velferðakerfisloforða í kosningabaráttunni. Ég efast um að fjárlög til skattstjóra verði skert vegna þess að þar starfar fólk sem á hverjum degi skapar auð með því að bösta glæpamenn sem allir óttast og kallast skattsvikarar.
Allavega pointið með þessari grein er að fá smá umræður um þetta asnalega dómskerfi sem greinilega ber meiri virðingu fyrir peningum en t.d. sálum fórnarlamba nauðgana og ofbeldis, auðvitað á að refsa skattsvikurum en mér persónulega finnst mannslíf verðmætara.