Grein Skuggapéturs varð mér innblástur (látum ekki ungmenni vaða yfir okkur)
Ég er að vinan í verslun og hef unnið hér með skólanum síðastliðin 2 ár, núna mun ég verða yfir túrista tímann sem er eimmtt að byrja núna.
Það kemur mér virkilega mikið á óvart hvað það er mikill munur að afgreiða útlendingana heldur en íslendingana. Tek ég sem dæmi þegar ég er að afgreiða einhvern kemur íslendingurinn og treður sér að og reynir að ná athygli minni með einhverjum hrópum og handabendingum. Á meðan bíða túristarnri sallarólegir og brosa og eru yndælir þegar ég byrja að afgreiða þá. Það er líka þessar almennu óskráðu reglur sem flestir útlendingarnir fara eftir segja “thank you” “yes please” og “have a great day” sem gerist mjög sjaldan á meðal okkar íslendinga. Vitanlega eru undantekningar og kemur mikið af skemmtilegu fólki inní búðina, það vantar ekki. Því miður er skemmtilegt fólk í miklum minnihluta af viðskiptavinum mínum
Mér finnst einnig mjög fyndið að sjá svipinn á fólki þegar ég kem til afgreiðslu, brosi, segji góðan dag og byrja pínkulítð að spjalla, því það gerist ekki hér á landi. Fyrr myndi ég deyja en að stelpurnar í bónus eða hagkaup myndu svo mikið sem brosa til viðskiptavinana (þetta er alhæfing ég veit það). Það er ekki bara fyndið að sjá svipin á fólki þegar ég afgreiði það, einnig er það mjög gaman því að ég fæ alltaf smá bros til baka. Þá er eins og því finnist gaman að versla hjá okkur og muni mjög líklega koma aftur.
En hvað er kurteisi? Margir segja að bera virðingu fyrir þeim eldri og vitrari, aðrir segja kurteisi vera almenna skynsemi og enn aðrir segja að kurteisi sé að lýta á alla sem jafningja. Reyndar get ég ekki orðað mína skilgreinigu á kurteisi en ætli sú hegðun sé ekki lærð?