Jæja nú er stóra stundin loksins runnin upp ný ríkistjórn og reyndar sú sama komin til valda, Kosningaloforðin uppfyllt eða hvað ?? eða frekar væri að segja kosningaloforðunum er nú hægt að gleyma og bara lifa ljúfa lífininu næstu fjögur árin ??
En hvernig hafa Framsókn og Sjálfstæðismenn hagað sér eftir að þessar kosningar eru yfirstaðnar ?? þeir segjast ætla að standa við kosningaloforðin en munu þeir gera það ?? ég hreinlega held ekki.
Varðandi skattalækkun þá vissu þeir að kjarasamningar væru í nánd, og segja nú að skattalækkun verði tengd næstu kjarasamningum, ég tel mig nokkuð vel sjá í gegnum þessa yfirlýsingu, málið er það að ríkistjórnin er strax búin að semja fyrir okkur í næstu kjarasamningum.
Annað hvort sættið þið almúginn ykkur við 4% launahækkun eða 4% skattalækkun því ekki getið þið fengið bæði ?????? svo bara skulð þið núna velja.
Sér einhver annar þetta fyrir sér ???????
Varðandi ráðherra nýja þá allt í einu er til dæmis Björn Bjarnasson kominn í sinn gamla sess. Einmitt maðurinn sem sagðist sætta sig við að vera odditi minnihlutans í borgarstjórn ef hann ekki yrði kosinn Borgarstjóri, þessi maður hafði hæst allra í gagnrýni sinni gagnvart Ingibjörgu Sólrúnu, hvað gerði hún sem hann ekki sjálfur er nú búin að gera ???????
Björn Bjarnasson og Guðlaugur Þór Þórðarsson báðir sjálfstæðismenn stóðu fyrir þeirri gagnrýni sem á vissan hátt gerði Ingibjörgu erfitt fyrir sem Borgarstjóri, báðir voru kosnir á þing og einmitt gerðu nákvæmlega það sem Ingibjörg gerði, sem var að bjóða sig fram á landsþingi. Ekki sé ég þá skammast sín á nokkurn hátt…….
Megi þeir reyndar mín vegna kafna í skítafýluni sem leggur af sjálstæðisflokknum.
Að mínu mati mun sem betur fer þessi ríkistjórn springa áður en langt er um liðið, sérstaklega vegna frekjuháttar sjálfstæðisflokksins, reyndar tel ég að Framsókn hefði mun betur grætt á samvinnu við aðra flokka en sjálfstæðisflokkin.
Einhver ráðherraskipti og að Davíð Oddsson segist ætla að hætta þegar hann þarf að láta Forsætisráðherrastólin af hendi, er beinlínis dínamít út af fyrir sig þegar Framsókn kemst að því að ólofað Seðlabankastjóraembætti er í raun og veru ætlað Davíð.
Kveðja
Geiriv