geirag:
Þú fyrirgefur mér þó ég breyti ekki um skoðun á einhverju sem ég þykist hafa nokkuð góða sýn á, eftir að hafa lesið grein á Vefþjóðviljanum málsgagni einstaklingshyggjufólks, þar er að sjálfsögðu reynt að draga fram sem besta mynd af málunum.
Málið er hinsvegar það að staðreyndirnar tala sínu máli.
Í fyrra kom hingað til lands í opinbera heimsókn þingmaður frá BNA sem hafði góða þekkingu á heilbrigðismálum þar í landi. Hann varaði íslenska ráðamenn við því að falla í þá gryfju að eltast við Bandaríska fyrirmynd og fara að einkavæða í heilbrigðismálum. Hann sagði að heilbrigðiskerfið þar væri í molum og það væri langt því frá að fólk gæti fengið þá heilbrigðisþjónustu sem það þyrfti.
Í menntamál þar í landi eru víst ekki upp á marga fiska heldur, alla vegana ekki fyrir þá sem þurfa að fara í ríkisskólana og hafa ekki efni á einkaskólunum, en það er stór hluti þjóðarinnar. Það er svo lítill peningur lagður í þá að þetta er meira gæsla í 10 ár en menntun og sumstaðar er ástandið svo slæmt að fólk er varla læst eftir meira en 10 ára skyldunám.
Hér á landi eru nokkrar tilraunir við einkarekna skóla.
Sjálfsagt er stundum um góð framtök að ræða sem skila góðri menntun en í fjölmörgum tilvikum er það ekki svo.
Ég skal segja ykkur frá þeim dæmum sem ég veit um og eru að mínu áliti næg ástæða til að forðast einkavæðingu í menntamálum eins og heitan eldinn, þó að það geti í sumum tilvikum skilað góðum árangri:
1.
Það eru nokkrir einkareknir leikskólar hér í Reykjavík, sem eru líklegast jafn misjafnir og þeir eru margir. Nema að það er eitt fyrirtæki sem rekur 3 af þeim. Ég þekki konu sem vann í nokkur ár á einum af þessum leikskólum og ber þeim hræðilega sögu. Þetta fyrirtæki og eigendur þeirra hugsa ekki um neitt nema hagnaðinn. Þeir nýta sér það að biðlistar eru langir og taka inn ung börn svo að leikskólarnir eru alltaf fullir.
Þeir fá greiðslu frá Reykjavíkurborg til jafns við leikskólana sem reknir eru af borginni, en eru samt með hærri gjaldskrá en þeir frá borginni. Nú skyldi maður ætla að þá myndu þeir verja þessum aukapeningum í að gera aðstöðuna betri og leikskólann eftirsóknarverðari, en reyndir er víst sú að leiktækin eru öll hálf ónýt, maturinn af skornum skammti og öll aðstaða bara til háborinnar skammar. Einnig hafa rekstaraðilar þessa skóla svindlað á skýrslum sínum til Reykjavíkurborgar og látið líta svo út að börn sem eru aðeins hálfan daginn séu allan daginn til að fá meiri greiðslur frá borginni.
Þar að auki hafa þeir alltaf passað sig að ráða ekki fagmenntað fólk til að geta sparað launakostnða og þar að auki var staðan orðin sú að þeir svindluðu á starfsfólkinu sínu og borguðu hvorki staðgreiðsluskattana þeirra til ríkisins, þó að þeir hafi dregið það frá launum þeirra, né borguðu þeir í lífeyrissjóðina, en höfðu dregið það líka frá launum, í meira en ár.
Nokkrir fyrrverandi starfsmenn þessa apparats standa nú í málssókn gegn þessu fyrirtæki, en á meðan þá heldur það áfram að starfa undir fölsku flaggi og foreldrar fara þangað með börnin sín í þeirri trú að þau séu að gera þeim betra en að hafa þau hjá dagmömmu eða leikskóla frá borginni.
2.
Einkareknir tölvu og viðskiptaskólar hafa sprottið fram eins og gorkúlur síðastliðin ár.
Þeir segjast bjóða upp á nám sem skilar sér vel út í atvinnureksturinn og eru með fullt af auglýsingum með myndum af fólki sem segist hafa fengið vinnu strax og rosa kaup og allt það.
Nú ætla ég ekki að gagnrýna allt þetta nám, t.d. hef ég lítið vit á því hvernig skrifstofunámið og viðskiptanámið er hjá þeim eða hvernig fólki það skilar, en ég veit fyrir víst að tölvunámin þarna eru frekar slöpp. Þar sem ég er í tölvubransanum sjálf hef ég horft upp á það hvað eftir annað að það hafi verið ráðið fólk frá þessum skólum og þegar það mætir til vinnu þá getur það hreinlega ekki neitt. Þetta eru engar undantekningar, ég hef langa reynslu í tölvugeiranum og er búin að sjá þetta gerast nokkrum sinnum. Þetta fólk missir þá vinnuna strax, því markaðurinn þarf ekki einhvern forritar, tölvumann, heldur góða eða að minnsta kosti sæmilega.
Þetta fólk var búið að borga 300 - 600 þúsund fyrir þetta nám sitt í þeirri trú að þetta væri góð fjárfesting, en fæstir þeirra hafa vinnu við þetta í dag.
Ein sem ég þekki sem fór í svona nám, dreif sig reyndar í ALVÖRU háskólanám eftir að hafa misst vinnuna vegna vankunnáttu, og þá má vel vera að þetta nám nýtist henni vel sem undirbúningur, en dýrari undirbúning hef ég aldrei heyrt um.
3.
Hér er ég svo á gráu svæði, því þetta er ekki jafn augljóst og hin dæmin sem ég nefni. En þannig er mál með vexti að ég er menntuð frá TVÍ(Tölvuháskóli Verslunarskóla Íslands) sem er fyrirrenni Háskólans í Reykjavík.
Það er semsagt einkarekinn háskóli. Þeir rukkuðu nokkuð há skólagjöld á sínum tíma og sem fátæk kona á þeim tíma þá var þetta ekki auðvelt að borga,en þau eru víst enn hærri í dag, líklega eðlilega í ljósi verðbólgu og annarra hluta.
En skólinn skilaði víst ágætis fólki frá sér svo ég ákvað að láta slag standa.
Þann tíma sem ég var þarna við nám upplifði ég ótrúlegustu hluti, kennararnir voru flestir hverjir gjörsamlega óhæfir, skipulag á náminu var ekkert, aðstaðan var hræðileg (við höfðum vinnuaðstöðu ofan í gluggalausum kjallara) og eina ástæðan fyrir því að skólinn skilaði góðum nemendum var sú að þar var heragi, fólk vann myrkranna á milli að skila verkefnum, og lesa fyrir próf til að falla ekki og fæstir þoldu álagið.
Af þeim 80 sem byrjuð með mér í náminu útskrifuðust ekki nema 20 manns.
Eins og ég sagði þá voru kennararnir hver öðrum verri, komu fram við fólk eins og smákrakka, kölluðu það heimskingja, lömdu það í hausinn með bókum, mismunuðu í einkunagjöfum, mættu ekki í tíma vegna þess að þeir voru of uppteknir í hinni vinnunni sinni og svo fram eftir götum.
Sumir skildu ekki einu sinni sjálfir námsefnið sem þeir voru að kenna og aðrir nenntu ekki að kenna og söðgu okkur bara að læra þetta sjálf.
Enda var það reyndin að við fáu sem þoldum pressuna mynduðum sterka grúbbu og hjálpuðumst öll við að leysa þau vandamál sem upp komu og kenndum hvort öðru og útskýrðum það sem við skildum fyrir hinum.
Augljóst var að þessum skóla hafði ekki tekist að fá neitt skárri kennara en ríkisrekinn háskóli, þrátt fyrir að hafa meiri pening á milli handanna.
Mig hefur alltaf grunað að sá aukapeningur sem TVÍ fékk hafi runnið beint í Versló, (sama batterí) því ekki fundum við allavegana fyrir því að það væri verið að gera eitthvað fyrir okkur með þessum aur.
En eins og ég sagði þá er þetta líklega grátt svæði, því líklega stóð þessi skóli sig bara jafn vel/illa og Háskóli Íslands, sem er ekki að fá gott orð fyrir tölvudeildina sína en maður skyldi bara ætla að skóli sem hefur meiri pening milli handanna geti gert betur.
En þá hafið þið allavegana nokkur dæmi úr okkar ágæta landi sem ég þekki af eigin reynslu um einkavæðingu á skólum.
Þetta bíður bara upp á misnotkun og er þar að auki þannig að ef flottu fínu dýru einkaskólarnir takast vel og ná að verða betri en hinir, þá skapast mikil stéttaskipting, þar sem það verður bara þeir sem eiga ríka foreldra sem komast í góðu skólana en hinir fara í lélegu skólana, svipað og í BNA.
Það var einhver hér sem sagði að fólk með minni tekjur væri oft það annt um börnin sín að það kysi frekar að leggja pening fyrir fyrir námi barnanna en að fara í sumarfrí eða eiga flotta bíla. Sá aðili hefur greinilega fæðst með silfurskeið í munninum, því hann gerir sér ekki grein fyrir að það er stór þorri þjóðarinnar sem fer ekki í sumarfrí, flestir hanga bara heima í garðinum sínum, eða kíkja í mesta lagi í útilegau og margir hverjir geta ekki einu sinni tekið sumarfríið sitt, semja frekar um að fá það borgað.
Þetta fólk hefur engan aukapening til að leggja til hliðar fyrir menntun barnanna.
Prófið bara að búa til einfalt reikningsdæmi um hvað það kostar að reka t.d. 4 manna fjölskyldu og skoðið hvernig fólk eins og t.d. leiðbeinendur á leikskólum sem eru með ca 100 þúsund kall á mánuði í laun fer að því að lifa, það er nefnilega soldið erfitt að láta það ganga upp, hvað þá að fara að leggja fyrir þar að auki.
Faðir minn fór t.d. ekki í sumarfrí í 15 ár og keyrði um á eldgamalli bíldruslu lengst af.
Ég hefði ekki komist í háskólanám ef við byggjum í samfélagi þar sem aðeins markaðshyggjan myndi stjórna þessu eins og svo mörgu öðru.
Og það hefði verið synd og skömm því ég hef ekki bara gaman af því að læra heldur er ég helvíti góð í því :-)