Langaði bara að deila þessu með ykkur fyrst að þessi könnun um rúllustigan í kringlunni er hér fyrir neðan.
Fyrir jól og nánast allt síðasta ár var ég að vinna í kringlunni (segji ekki við hvað, en ég hafði svona dáldið inside information). Ég heyrði að ástæðan fyir því að þessi rúllustigi var tekin var til þess að auka flæðið í Hagkaup og Nýkaup (Baugsmenn settu þennan þrýsting á húsfélagið) og einnig til að auka flæðið í Nanoq (sem ég held að sé í eigu Hagkaups fjölskyldunar, sem á einni kringluna). Ss bara gert til að gæta eigin hagsmuna og græða aðeins meir. Eigendur sautjáns og fleiri versluna (liðið sem á sautján á 11 verslanir í kringlunni, jack og jones, sand og eitthvað fleira) hótaði hins vegar að fara með allar verslanir sínar í smáran ef þetta yrði gert þar sem þessi rúllustigi er þarna í miðjunni og kemur upp að sautján.
Ég veit ekki hvernig málin standa í dag, þar sem ég vinn ekki lengur í kringlunni. Ég veit samt sem áður að það er mjög mikill rígur milli ákveðna hópa í kringlunni. Það er td innan hús afsláttur fyrir alla starfsmenn verslana í kringlunni (ss ef þú vinnur í einni búð færðu afslátt í öðrum búðum í kringlunni). Verslanir Baugs neita að taka þátt í þessu og fá starfsmenn þeirra ekki afslátt í hinu búðunum og vice versa.
Einnig er þessi rúllustigi ákveðið öryggisatriði, td ef kæmi upp eldur eða eitthvað. Núna þegar hann er horfin eru færi leiðir til að komast út. Endilega fyllið inn í eiðurnar ef það vantar eitthvað. Þetta er alla vega það sem ég heyrði.
Öll brögð notuð til að græða. Stórar samsteypur út í bæ sem eiga allt og alla, sömu mennirnir/fjölskyldunar í stjórn stærðustu fyrirtækjana á landinu. Valdið færist á sífellt færri hendur. Er einhver samkeppni til á Íslandi sbr olíuverð. Það eru fáir sem ráða öllu og geta hagað sér eins og fífl.
Rúllustigan aftur, já takk, eða bara halda áfram og rífa kringluna.

Hasta la victoria siempre,
Custom56