Hérna á huga hefur geysað umræða um hvað kommúnismi er eftir geysigóða grein eftir Lyssia. Ég hef persónulega stúderað ýmsar kommúnístískar kenningar sem áhugamál undanfarin 5-6 ár og hérna er mín skilgreining á muninum á Anarkisma, Kommúnisma, Sósíalisma og Sósíaldemkratisma.
Kommúnismi er elstur þessara stefna og á hann uppruna sinn á 19. öld. Han gengur út á að taka ríkisvaldið frá þeim ríku og nota það til að nýta framleiðslu ríkisins í þágu þjóðarinnar og ekki hinna ríku.
Anarkistahreyfingin á rætur sínar að rekja til Parísarkommúnunar 1871 þar sem verkafólk tók völdin í nokkrar vikur, í kjölfarið á ósigri franska hersins gegn þeim prússneska, og mynduðu kommúnu sem var stýrð af fólkinu í bænum. Þegar henni var steipt af stóli drógu tvær fylkingar í komúnistahreyfingunni mjög mismunandi ályktanir af þessum ósigri.
Anarkistar töldu að þarna væri komin fram sönnun þess að verkafólk væri fært um að komast til valda og hrinda burtu yfirstéttinni, meðan að kommúnistar töldu að það þyrfti að undirbúa slíka valdatöku betur.
Kommúnistar töldu að það þyrfti að stofna flokk og vinna skipulega að því að skipuleggja fjöldan svo hann gæti tekið völdin og haldið þeim. Það verður að sjá þessa stefnu í ljósi þess að á þessum tíma var ekkert lýðræði í Evrópu og mikil fátækt meðan verkafólks. Það var því ekki um neinar aðrar leiðir til þess að koma valdinu til fjöldans en gegnum blóðuga byltingu.
Kommúnismi og Anarkismi stefna bæði að því að koma á jöfnu samfélagi þar sem fólk ræður samfélaginu sínu sjálft í gegnum beint lýðræði eða gegnum fulltrúa fólksins. Anarkistar telja að það eigi að afnema ríkisvaldið og allar stofnanir þess meðan að kommúnistar vilja taka yfir ríkisvaldið og nota það til að búa í haginn fyrir sósíalisma.
Sósíalismi er það pólitíska- og efnahgskerfi þar sem allir eru jafnir, allir vinna fyrir heildina og allir fá það sem þeim þarfnast frá heildinni. Í slíku þjóðfélagi þyrfti enginn að berjast við hvorn annan um vinnu, mat, pening eða veraldlega hluti þar sem engann skorti þá. Með því að mennta alla, skipuleggja alla í vinnu og með því að vinna fyrir heildina og ekki fyrir atvinnurekandann mætti auka framleiðslu svo mikið að engann þyrfti að skorta neitt.
Sósíaldemókratar klufu sig út úr kommúnistaflokkunum eftir því sem tókst að fá í gegn ákveðin réttindi t.d. til að vera í verkalýðsfélagi og til að fá að kjósa á þing. Sósíaldemókratar töldu að hægt væri að semja við valdastéttirnar og þá fengju allir meira. Þetta væri betri lausn en að þurfa að ganga í gegnum það að hrekja yfirstéttina frá völdum. Sósíaldemókratar vildu einbeita sér að því að koma ákveðnum konkret málum í gegn í samningum við yfirstéttina. Þar á meðal á mál á borð við 40 stunda vinnuviku, almenningsheilbrigðiskerfi, 10 ára skólaskyldu og ýmis önnur málefni sem höfðu verið haldið á lofti af hreyfingu verkamanna um áratuga skeið.
Það má því allavega slá á föstu að enginn kommúnístískur flokkur situr lengur á þingi. Það eru tveir sósíaldemókratískir flokkar og 3 miðju-hægriflokkar.
Hvað varðar byltingarnar í Rússlandi 1917 og gagnbyltinguna 1923-9 að þá er það eitt að segja að þar var búið til verkamannaríki, sem vissulega var leytt af kommúnistum í c.a. 6 ár en þar varð síðan gagnbylting undir forustu Stalín sem drap niður hreyfingu kommúnista um allan heim hægt og bítandi. Undir kommúnistum voru stigin stór skref sem voru til framfara fyrir landið. Landinu var deilt út frá lénsherrum og gefið smábændum, bygðin var rafvædd að miklu leiti og hagvöxtur almennt mikill í mörg ár, enda fólk almennt glatt yfir að vera að vinna fyrir sig og ekki lénsherrana.
En smám saman tók að hreyðra um sig stétt af stjórnendum sem hyrtu meira og meira af arðinum. Stjórnin fór úr höndum verkafólks og í hendurnar á lítilli elítu. Þetta varð svo til þess að þessi valdaklíka sem ólíkt yfirstéttinni sem hún tók við af hafði ekki neina stéttarlega stoð við vald sitt og varð það því aðeins haædið uppi með valdi.
Það sem kom út úr þessu var slæmt og skapaði kerfi sem er verra en kapitalismi en það er ekki þar með sagt að kapitalismi sé eina sem geti stjórnað þessum heimi. Í dag hefur millistéttin stækkað mikið og framleiðslustigið er orðið það hátt að það eru miklir mögueikar á að byggja samfélag sem byggist á samvinnu í stað samkeppni. Að það þurfi ekki að gerast í gegn sömu leiðir og fyrri tilraunir til slíks get ég bara tekið undir en það er mikilvægt að læra að reynslunni og forðast að falla í sömu gryfjurnar og fallið var í á byrjun 20. aldarinnar.