Ég vona bara það besta fyrir þeirra hönd, alltaf gaman þegar ástfangið fólk giftir sig og gaman að það gerist á þessum aldri líka, þegar margir eru kannski orðnir vondaufir. Mér fannst gott hjá þeim að gifta sig í kyrrþey, miklu smekklegra og mér finnst þessi “Ameríski” glamour og hirðstælar hér á Íslandi vera neikvæð þróun. Það sem ég hef helst haft út á Ólaf að setja er hvað hann gaf á tímabili eftir þessum endalausa þorsta fjölmiðla eftir því að breyta raunverulegu lífi fólks í yfirborðslegan glamúr og gott að hann er hættur því.
Út á Dorriet hef ég hins vegar ekkert að setja. Gaman að hafa hana hérna, henni hefur farið mikið fram að læra eitt erfiðasta mál í heiminum, íslensku, og gaman hvað hún hefur mikinn áhuga á öllu hér og er vel inn í menningunni hérna. Hún er mjög góð fyrirmynd fyrir aðra útlendinga, svona opin fyrir menningu okkar og áhugasöm, meðan hún heldur í sinn eigin arf og þau áhrif sem hún hefur orðið fyrir í fortíðinni.. Þannig á fólk að vera, geta bætt við sig endalaust án þess að glata neinu, þannig byggja menn upp andleg auðæfi. Þetta skortir þín miður marga innfædda Íslendinga, og einnig marga innflytjendur. Það er bara staðreynd að innflytjendur sem ekki eru opnir fyrir menningu nýja staðarins og því sem hann hefur upp á að bjóða (ég veit þetta sjálf, ég hef verið innflytjandi) eru jafn illa settir og þeir sem tapa sjálfum sér í nýja landinu, listin er jafnvægið þarna á milli.
Þú getur haft 100% af báðum heimum, gamla heiminum og því sem þér var kært þar og 100% af þeim nýja það er það sem þeir sem eru fordómafullir skilja ekki, því miður fyrir þá. Þetta er bara viss víðsýni, plús visst jafnvægi.
Og þannig nær fólk nógu frelsi til að verða hamingjusamir útlendingar, og Dorriet hef vald á uppskriftinni til að verða hamingjusamur ný-Íslendingur og aðrir slíkir geta lært af henni, en sumir innflytjendur fara í of mikla vörn og missa af miklu,…..ekki að það þurfa ekki allir að vera jafn áhugasamir og hún, en allir þurfa að vera opnir til að verða hamingjusamir.
Íslendingar sem eru ekki opnir fyrir öðrum missa svo af alveg jafn miklu, en það er önnur saga.
Ég vona bara að þetta gangi vel hjá þeim.