Guns don't kill people, the media does! Ég var að horfa á “Bowling for Columbine” eftir óskarsverðlaunahafann Michael Moore, sem er einnig þekktur fyrir bókina “Stupid white men” (fyndin bók, mæli með henni), þáttunum “TV Nation” (mæli einnig með þeim) og fleiri stöffi. Heimildarmyndin átti að finna orsökina af atvikinu í Columbine þar sem tveir táningar gengu berserk í skólanum sínum og drápu nemendur og kennara.

Í þessari heimildarmynd miðar hann fjölda myrta með byssum í BNA við önnur ríki, eins og Japan. Þýskaland og Stóra Bretland og Kanada. Hann kemst að því að þrátt fyrir að hlutfall þeirra sem eiga byssur í þessum löndum er aðeins minna er það ekkert í samræmi við fjöldi myrtra með byssum. Hann fer þá að rannsaka hvað það er sem veldur því. Hann útilokar að það er saga BNA er það sem veldur þessu, því að flest allar evrópuþjóðir hafa mun blóðugari sögur.

Hann lítur þá á fjölmiðlana og telur að fjölmiðlarnir í BNA hafa allskonar hræðsluáróður
um hvernig heimurinn versnandi fer. “Killer bees” áttu eftir að drepa alla, Y2K villan átti eftir að kollsteypa menningu okkar sem er byggð á tölvum, ebóla átti að smita allan heiminn, venjulegir skólakrakkar drepa bekkjarsystkini sín með AK47, gengi af svörtum krökkum ganga um stræti borgarinnar og skjóta það næsta sem böggar þá og hryðjuverkamenn geta eytt miðbænum í NY með geislavirkni (svo kallaða “dirty bomb”. Það kemur manni á óvart að einhver þorir að búa í þessu landi! Þótt þetta eru allt raunverulegar hættur, þá eru líkurnar á því að þetta gerist fyrir mann mun minni en maður heldur.

“More fearful demons live in our imagination than ever lived on earth.”
- Brad Brown

Aðal drifaflið fyrir einkarekna fjölmiðla er auðvitað hagnaður. Fréttastofur segja auðvitað frá því sem selur, og hræðsla selur! Sagan af 2000 villunni malaði gull fyrir fjölmiðla. Þarna var saga þar sem fólk var skíthrætt við og fólk vildi vita allt um þetta, en eins fljótt og aldamótin liðu hjá eyddu fjölmiðlar ekki nærri því eins mikilli orku í að útskýra afhverju það gerðist ekki neitt, það var ekki nóg og “krassandi”!

Tilgáta Michaels Moores var sú að fjölmiðlar gerðu fólk það taugaveiklað að það mun skjóta það næsta sem þeir héldu að væri að ógna sér. Fjölmiðlar voru að gefa ranga mynd af hinni raunverulegri hættu í umheiminum.

Ég er ekki alltaf sammála honum Michael, en ég held að þessi tilgáta hans sem er sett fram í “Bowling for Columbine” er ekki svo hræðilega vitlaus! Hvað finnst ykkur?
N/A