Ég var að hlusta á Útvarp sögu núna fyrr í kvöld og var þar viðtal við einhvern sálfræðing og umræðan var um þingmenn sem misstu vinnuna sína og einnig þetta spennufall sem verður hjá mörgum eftir kosningar.
Ég byrjaði að hlusta með góðri athygli en þá skall aldan yfir, Sagði sálfræðingurinn það að þeir þingmenn sem misstu vinnuna “ voru ekki kosnir ” þyrftu á áfallahjálp að halda :Þ
Ég hreinlega gat ekki annað en hlegið miklum og kröftugum hlátri, sem reyndar létti aðeins á spennuni hjá mér.
Svo virðist sem áfallahjálp sé notuð eða eigi að vera notuð við hverju sem skellur á Íslendinga þessa stundina.
Þingmaður missti vinnuna “Var ekki kosinn” og þarf þarafleiðandi að leita sér að einhverju öðru að gera, hvers vegna þarf hann sérstaklega á áfallahjálp að halda ??
Er ekki hver einasti Íslendingur að berjast við þetta vandamál ár frá ári eða allavega 10 sinnum yfir ævina ??
Hvers vegna er Þingmannastéttin svona hátt skrifuð að bara hún þurfi á þessu að halda ?? er það vegna þess að allt í einu þurfa þeir kannski að lifa á lægri launum ?
Ég veit að ég tala fyrir marga þegar ég segi að ef áfallahjálp ætti að veita fyrir hvert skipti sem einhver missir vinnuna eða fær neitun á atvinnu umsókn þá gerðum við víst lítið annað en sækja til sálfræðinga eftir áfallahjálp.
Kannski maður hringi bara inn veikur á morgum, og ef atvinnuveitandin spyr hvað sé að manni ??, þá bara er ég að fara í áfallahjálp af því að ég veit ekki hvort ég hafi atvinnu í næsta mánuði ?????