Er nú kjaradómur búinn að setja upp prósentur fyrir næstu kjarasamninga?
Ég fékk alveg tilfelli þegar ég heyrði það í fréttum í morgum að kjaradómur væri búin að hækka laun æðstu manna ríkisins um allt að 19%, Nækvæmlega sama skeði daginn eftir síðustu kosningar.
Það versta sem mér finnst er að forsætisráðherra hver sem hann verður ? hækkar um 151,000 Kr á mánuði !! hann er að fá hækkun upp á mánaðarlaunin mín, og þetta kallast bara lítil réttmæt launahækkun.
Hvað er að ske eiginlega? Ég myndi halda að þessir menn ættu að taka þátt í þjóðarsáttini margfrægu sem miðaðist við að lægstu laun verði eins lág og hægt er, og almúginn verður að sætta sig við einhverjar skítahækkanir 3-5% á jafnmörgum árum.
Mér finnst þetta alveg stórkostleg vanvirðing við landsmenn að henda þessu eins og blautri tusku framan í alla, strax eftir kosningar!! og svo bara glotta margir þessara manna og kvenna og segja, það er enginn fátækt og allir eru ríkir.
Mér er sama hvort það er XD-XB-XS-XF-XU þið eigið að skammast ykkar öll sömul ef þið þiggið og takið þátt í þessari vitleysu.
Hvað getur maður gert til að fá kjaradóm til að ákvarða launin sín þá kannski ætti maður auðveldara með að borga reikningana.
Stöðugleikinn ríkir…. Ja allavega í launaumslaginu ykkar.