Jæja, maður er staddur á kjörstað, chillandi í röðinni þegar allt í einu pípir síminn. “NYTUM KOSNINGARETTINN X-D”.
Sender - X-D
Jæja… ég skila mínu atkvæði og kíki síðan á netið og tékka á reglum um áróður á kjörstað. skv. 117 grein, b hluta stendur skýrt:
"Það er óleyfilegur kosningaáróður og kosningaspjöll:
[...]
b. að reyna að hafa áhrif á atkvæðagreiðslu, hvort heldur er með ræðuhöldum, prentuðum eða skriflegum ávörpum eða auglýsingum, með því að bera eða hafa uppi merki stjórnmálasamtaka, merki lista eða önnur slík auðkenni á sjálfum kjörstaðnum, þ.e. í kjörfundarstofu, kjörklefa eða annars staðar í eða á þeim húsakynnum þar sem kosning fer fram, svo og í næsta nágrenni,“
Ath. Það stendur skýrum stöfum að það sé bannað að hafa áhrif á atkvæðagreiðslu með ”skriflegum ávörpum eða auglýsingum“. SMS hlýtur að teljast skrifleg auglýsing, eða hvað?
Mér fannst eitthvað undarlegt við það að stærsti flokkur landsins væri skjóta sig í fótinn með svona heimsku á kosningadegi svo ég hringdi í síma Sjálfstæðisflokksins (515 1700 ) og spurðist fyrir.
Jú, þar var það staðfest að smsið væri frá þeim komið. Ég spurði hvort þeir teldu þetta ekki ólöglegan áróður á kosningadegi og stelpan sem varð fyrir svörum sagði að ”ef sá sem sendir áróðurinn er ekki staddur á kjörstaðnum sjálfur, sé það ekki ólöglegur áróður“. Ég benti henni á að ég væri að fá áróðurinn og væri staddur á kjörstað og hún sagði það sama á ný. Ég þakkaði fyrir mig og hringdi í yfirkjörstjórn Reykjavíkur Norður (Ráðhús, mitt kjörsvæði) og spurði hann útí þetta og hann kom af fjöllum.
”Nú hefur tæknin svo sannarlega farið fram úr okkur“ var svarið, og sagðist ætla að líta betur á þetta.
Ég tel þetta hreint og klárt dæmi um ”að reyna að hafa áhrif á kosningu á kjörstað", og kolólöglegt.
Hvað segja hægri menn við þessu?
Kosningareglur má sjá hér -
http://www.kosning2003.is/web/LogOgReglugerdir/Althin giskosningar#XX._Óleyfilegur_kosningaáróður_og_kosninga spjöll