Hvað hafa margir séð auglýsingu á t.d. Philips sjónvarpi á súperverði í Elko blaði en þegar þeir komu þá var tækið uppselt en þeir áttu “sambærilegt” tæki sem hét bara, “Mark?!”
Elko og samstarfsfyrirtæki þeirra á öllum norðurlöndunum ganga út á þetta:
Taka tæki sem þeir anaðhvort eiga ekki eða þá bara örfá stykki af. Auglýsa það á rosa góðu verði og reyna svo þegar þú kemur á staðinn að selja þér annað tæki sem er lélegra vegna þess að þeir græða meira á því.
Selji sölumaður Elko þér annað tæki en þú komst til að kaupa fær hann bónus, sem hann hefði ekki fengið hefði hann selt þér tækið sem þú vildir kaupa.
Dæmi eru um að ef sölimaður finnur að honum mun ekki takast að selja þér annað tæki en var í auglýsingu labbar hann bara burt og vill ekki afgreiða þig.
Ef þú biður sölumann um upplýsingar um nokkur tæki sem valið stendur á milli segir hann umsvifalaust að besta tækið sé það sem hann fær mest fyrir að selja.
Hann fær mest fyrir að selja það því það er ódýrast í innkaupum og það er ódýrast í innkaupum af því það er lélegasta tækið
Svona viðskiptahættir eru því miður ekki ólöglegir en auðvitað eru þeir ósiðlegir með öllu.
En út á þetta virðist því miður allt vera að ganga í dag;
semsagt að blekkja viðskiptavininn.
Að lokum langar mig að sýna samúð með öllum þeim sem hafa lent í svona sölumönnum hjá Elko og álíka fyrirtækjum.