Ríkissjónvarpið er að sumu leyti ömurlegt.

En ekki misskilja mig. Mér finnst stöðin vera með bestu dagskránna og svoleiðis, þó myndirnar sem sýndar eru um helgar séu sjaldan góðar. En það er önnur ástæða fyrir því af hverju Ríkissjónvarpið er ömurlegt.

Og ástæðan er skal ég segja ykkur tæknilegir örðugleikar. Það gerist svo oft hjá þeim þarna að eitthvað fer úrskeiðis í stuttan eða langan tíma. Þetta er hvað mest áberandi í Fréttum. Hér fyrir neðan eru þrjú dæmi um hvernig örðugleika ég er að tala um:

1. Fréttaþulurinn segir „tveir menn voru handteknir fyrir innbrot í tölvuverlsun…“ Svo kemur fréttin í sinni fullri lengd með tilheyrandi myndefni. En viti menn, það birtist bara allt önnur frétt í staðinn! Fréttaþulurinn segir þá „uuu… þessi frétt átti nú ekki að vera þarna…“ eða eitthvað álíka.

2. Fréttaþulurinn segir „ein kona slasaðist alvarlega í bílslysi…“ Svo ætti að birtast ítarlegri frétt um slysið, en ekkert gerist! Fréttaþulurinn situr þarna þögull með vandræðalegt glott á fésinu og reynir að horfa ekki í myndavélina, en segir svo „tæknin er eitthvað að stríða okkur núna…“ eða eitthvað í þá áttina.

3. „Afsakið hlé“. Þessi texti birtist að vísu sjaldan í fréttatíma en hins vegar birtist hann stundum (lesist: of oft) þegar sýna á kvikmyndir á stöðinni. Myndin byrjar ágætlega, en svo stoppar hún allt í einu og maður horfir aðeins á svartan skjá. Eftir örskamma stund birtist svo „afsakið hlé“. Og hjá mér hefur afsökun þessi verið alveg upp í heila klukkustund!

Það er svo sem alveg ásættanlegt ef svona hlutir gerast einstaka sinnum, en það er bara ekki málið. Þetta gerðist svo oft að það endaði með því að ég hóf að horfa á fréttir Stöðvar 2. Þar eru a.m.k ekki þessir sífelldu örðugleikar.

Svo er líka annað með Ríkissjónvarpið. Þeir skilda allt fólk sem á sjónvarp til þess að borga afnotagjöld… og hvað fær það í staðinn? Tæknilega örðugleika!

kv.
miles.