Núna hefur mikið borið á greinum, tengdum feminisma. Hvernig stendur á því?
Jú femenistar hafa laggt af stað í einhverskonar krossferð og hóta að kæra þá fjölmiðla sem stuðla að klámvæðingu, á einn eða annan hátt.
Ég hef verið að fylgjast með þessari umræðu. Ef umræðu er hægt að kalla, þetta er meira svona stefnulaus skot úr öllum áttum.
En ég ætla að atast í þeim feministum sem að eru að labba niður laugarveginn í bleikum bolum, haldandi á skilti sem á stendur “Sannir karlmenn eru feministar”. Og skrifandi greinar þar sem þær dirfast að segja að 30% karlmanna séu nauðgarar. Svokallaða öfgafeminisma.
Það er sá hópur sem þessi grein er ætluð.
Þið munið eflaust öll eftir því þegar að feministar fóru að rífast yfir því að það vantaði styttur og minnismerki af íslenskum kvennskörungum, hér á landi. En þær gleymdu því víst að það er ekki fyrir svo löngu sem að konur fóru út af heimilunum og létu til sín taka í þjóðfélaginu. Þó svo þær hafi verið hornsteinn okkar íslendinga. Enda fæddu þær og klæddu mennina sem að voru að vinna fyrir heimilinu. En sem betur fer eru nýjir tímar núna og konur eru mjög svo sjáanlegar í íslensku atvinnulífi.
En þetta er einmitt það sem mér fynnst feministar vera voðalega duglegir að gera. Þeir rífast og veina yfir gömlum hlutum sem ekki verða aftur teknir.
Nú á tímum er alveg fullkomið jafnrétti kynjana. Nema launamunurinn og vona ég svo innilega að það lagist. En málið er bara að það er ekki farið að sjást. Það spyrja sig eflaust margir hvernig það getur verið fullkomið jafnrétti en ekki sést.
Menn eru ennþá í flestum tilvikum bílstjórarnir þegar parið fer út að keyra, konan verslar oftast inn, eldar og þrífur, á mörgum heimilum.
En núna er að koma upp ný kynslóð, fólk sem er fætt eftir árið 1975-80. Þetta er fólk sem ólst upp á þeim tíma er öfgafeministarnir eru í sviðsljósin. En núna er þessi kynslóð fyrst að byrja að búa og þá sjáum við mikin mun á þeim og eldra fólki sem ólst upp í kringum ‘50 – ‘60. Það er jafnrétti á heimil þessa fólks. Mennirnir elda, þrífa og sjá um börninn. Konurnar eru sjálfstæðar, fyrirvinnan og jafnar manninum á heimilinu. Vinna feminista er ekki að láta sjá sig fyrr en núna. En núna þarf bara að stoppa.
Við eigum að vera komin á það stig að við horfum ekki á kyn þegar að við erum að tala um fólk í atvinnulífinu eða neinu örðu sem gerist utan getnaðarstaða hjóna.
Þannig að mér fynnst það alveg “absúrt” að heyra fólk segja að það sé nauðsynlegt að halda jöfnum kynjahlut á áhrifastöðum, til þess að það sé jöfnun á kvennlegum og karlmannlegum skoðunum. Þetta er álíka heimskulegt og að segja það að Steingrímur J. verði að komast á þing, svo að hann geti haldið upp skoðunum rauðhærðra á þingi.
Manneskjan á að klífa upp metorðastigan óháð líkamsbyggingu eða kynferði. Fólk á að komast á toppinn á eigin verðleikum, en ekki með því að sveifla kynfærunum og segja “ég er karl” eða “ég er kona”.
En feministar eru farin að róa í vitlausa átt. Þeir eru farnir að beina kynunum í sitthvorar áttir. Og tel ég, hina svo kölluðu, kvennakirkju vera skýrt dæmi um þá vitleysu sem á sér nú gang í búðum femenista. Sýnandi þá óvirðingu og breyta gömlum rótgrónum lögum og setja þau í kvennkyn.
Kristskonur, krosskonur,
Drottningar erum vér.
Fram í stríðið stefnið,
sterki æskuher.
Ef að ég eignast börn þá vill ég að þau hafi sömu tækifæri. Og ég tel að við höfum náð þeim árangri.
Hættum þessari vitleysu. Svona hlutir eiga ekki að eiga sér stað. Þetta er til háborinnar skammar.