Í Mogganum í dag 8/5 er frétt um aðvið séum að hóta Norðmönnum.
“”Segja Íslendinga hóta Norðmönnum vegna síldveiða við Svalbarða“”
Er ekki kominn tími til?
Svalbarða samningurinn samanstendur af sátt 40 eða rúmlega 40 þjóða.
Mörg þeirra eiga ekki einu sinni land að sjó, en segjast eiga veiðirétt þarna.
Við vorum víst svo vitlausir að frásegja okkur veiðiréttinum þar þegar samningurinn var gerður.
En, samkvæmtævafornum ritum, þá voru það Íslendingar sem fundu Svalbarða á sínum tíma og tel ég það nógu góða ástæðu til að við eigum veiðirétt þarna uppfrá.
Þegar samningurinn var gerður þá var ekki samstaða um hver/hverjir færu með valdið þarna.
Norðmenn fóru á stúfana og sköffuðu sér stuðning tveggja þjóða um að Norðmenn færu með valdið.
Það eru sem sagt 3 þjóðir af 40 (rúml.) sem þykjast ráða.
“”„Ísland mun draga Noreg fyrir Alþjóðadómstólinn í Haag taki norsk strandgæsluskip íslensk fiskiskip að síldveiðum við Svalbarða. Við erum þeirrar skoðunar að Norðmenn hafi ekki lagalegan rétt til þess,“ hefur norska útvarpið (NRK) eftir Davíð Oddssyni forsætisráðherra.”"
Að Dabbi vilji draga þá til Haag finnst mér bara eðlilegt og rétt.
(þó þaðverði kanski ekki Dabbi sjálfur, kosningar á morgun :>) )
Norðmenn vaða uppi með frekju í þessu máli. Þeir eru jú þekktir fyrir að vilja ráða öllu og stjórna.
Þetta hef ég sjálfur rætt við Norðmenn um og eru þeir algjörlega sammála. Þ.e.a.s. Norðmenn í suðurhluta Noregs.
(Er ekki að ráðast á þjóðina heldur Norsku stjórnvöldin.)
Og ef við gerum ekkert í málinu, hverju vilja þeir þá ræna og ráða næst.
Kanski olíunni sem kanski finnst hér við land.
Eigum við þá ekki að færa þeim Kolbeinsey að gjöf líka. Þá fengju þeir jú landhelgi hér og gætu veitt frá okkur þorskinn líka.
Ég styð Dabba 100% í að draga þá fyrir dóm.
Þá sjá þeir það kanski hvað þeir eru frekir og ráðríkir.
Keyrum þá í kaf í þessu máli.