Sælir hugarar, ég sá athyglisverða frétt í dag á ruv.is um að Skeljagrandabræðurnir sem voru búnir að hálfdrepa mann með mjög hrottafengnum hætti fá aðeins þriggja og hálfs árs og tveggja ára fangelsi fyrir.

“Maðurinn sem ráðist var á fékk fjóra skurði á höfði, á annan tug stungu- eða skurðsára, auk annarra áverka auk þess sem blæddi milli heilahimna” (Ruv.is)

Finnst fólki hérna þessi dómur ekki vægur, sérstaklega þegar tekið er tillit til þess að hér eru síbrotamenn á ferð og sem hafa ráðist á margt fólk. Þeir meðal annars réðust á annan mann þennan sama morgun og slógu með SKÓFLU(!) og spörkuðu í höfuð hans. Og þeir þurfa að greiða fórnarlambinu skitnar 95.000 kr.- í skaðabætur auk vaxta og dráttarvaxta.

Að mínu mati hefði 20 og 15 ára fangelsi verið nærri lagi fyrir þennan verknað.

Hér á landi þá er tekið harðar á skjalafölsunum eða stuldi á peningum en á líkamsárásum, hvers konar hálfvita land er þetta?

Kveðja,
Falcon1
——————————