“Þessu er ég algerlega ósammála. Gæði tónlistar hafa ekkert með smekk að gera frekar gæði múrverks. Kannski að ég útskýri þetta nánar. Þú getur sagt til um hvort veggirnir heima hjá þér séu flott pússaðir, en geturu sagt til um hvort það sé virkilega vel gert eða ekki nema að þú hafir þekkingu á múrverki? Þar af leiðandi finnst mér hin almenni neytandi ekki geta dæmt um gæði tónlistar, aðeins skemmtanagildið fyrir sjálfan sig.”
Ég var að segja einmitt þetta, kom bara eitthvað vitlaust út, ss gæði er föst stærð, skemmtanagildið veltur á hverjum og einum.
Ég get ekki sagt að xxxx sé einfaldlega leiðinleg hljómsveit en ég get sagt að hún sé ekkert sérlega góð. Og þá er komið að mér að bakka það upp ef þessi skoðun á að hafa eitthvert gildi fyrir annað fólk.
“!Fyrirgefðu, en veistu hvað popp er? Þessi setning gefur til kynna að þú þekkir popp hugtakið ekki nógu vel.”
Ég veit hvað popp er (vinsællt) en línan á milli þess hvað sé rokk og hvað sé popp (þó oft sé það sami hluturinn) er orðin mjög ógreinileg, Master of puppets er popp en platan sem Selma gaf út er ekki popp vegna þess að hún seldist eitthvað takmarkað. Raunverulega eru Velvet underground orðnir poppband vegna þess að þeir eiga nú plötur sem hafa selst í milljónum eintaka.. þó að það hafi tekið þær 20 ár að ná slíkri sölu. Í þessu tilviki meina ég popp þegar ég að tala um þessi teen-idols og boy-böndinn, ekki poppað rokk eins og Blink 182. Og yfirleitt nota ég popp sem lýsingarorð, semsagt poppuð tónlist,mainstream tónlist, létt tónlist sem þarf ekki að pæla í og rennur áreynslulaust í gegn.
“Ekki bendla Easy Listening við Eurovision, Easy Listening er allt annað og á meira skilt við Jazz.”
Ég veit hvað Easy listening er, létt bakgrunnstónlist, lyftutónlist, (kannski meira skilt við klassík enn jazz) en upp úr henni komu Burt Bacharach og fleiri sem eru gjarnan orðaðir við easy listening, fislétt popptónlist með fisléttum sinfoníuútsetningum og nýja útgáfan af Segðu mér allt er ekkert óskyld easy listening geiranum. Annars nota ég þetta orð oftast sem mjög niðrandi nafn fyrir popptónlist.
“Hvernig getur Eurovision lagið verið gott? Það inniheldur grípandi laglínu.”
Ósköp venjuleg laglína, ekkert betri en milljón aðrar. Svo er stefið eins og allir vita hálfstolið frá öðrum.
“Það er vel útsett.Það er vel hljóðblandað.”
Finnst þér það? Þetta er nú ekkert Bohemian rhapsody eða Strawberry fields forever? Mér finnst útsetninginn og hljóðblönduninn ósköp venjuleg, fagmannleg já en í poppheiminum hvað er það ekki? Svo finnst mér strengirnir ekki bæta neinu við. Mér finnst miklu meira varið í útsetningunna í laginu með draugahúsa-myndbandinu.
“Hljóðfæraleikinn í flutningnum er ekki hægt að setja útá”
Né hrósa heldur, bara standard finnst mér. Það er annars voðalega sjaldgæft að maður geti sett eitthvað út á hljóðfæraleik eftir að tónlistinn er kominn á plötu.
Eins og ég sagði þá finnst mér stórt hlutfalls alls sem ég heyri vera meðalmennska, sem sagt það skarar ekki frammúr að neinu leyti þó það sé ekki undir meðallagi að nokkru leiti heldur. Og til að undirstrika það þá hef ég nokkuð gaman af nokkrum hljómsveitum sem eru meðalbönd af öllu leiti td. Supergrass eða Strokes og ég veit að þó ég hafi gaman af þeim þá eru þær ekkert merkilegar og munu varla þykja það í framtíðinni, nema ef britt-pop verði skyndilega vinsælt þegar 90´s nostalgia kickar inn.
“Svo síðast en ekki síst var það samið með það markmið að vinna Eurovision á Íslandi (til að byrja með), Það sem nær markmiði sínu getur varla talist lélegt? Eða er ég að misskilja eitthvað?”
Ef lagið vinnur er það auðvitað að ná markmiði sínu fullkomlega en það verður ekkert betra lag fyrir það.
Ef ég ákveði að gera klikkuðustu plötu allra tíma, sargað einhver taktabrot á gítar, fengi Jónsa til að tóna eitthvað sem hann spynni á staðnum, fengi mér trommuheila sem slægi algerlega random takta, færi svo út og tæki upp öll hljóð sem ég heyrði, kæmi svo heim og samplaði allt draslið sem ég tók upp í algerlega hávaðagraut og bætti svo trommunum,gítarnum og söngnum við en hefði trommuheilan hæst stilltan en gítarinn og Jónsa á sama kraft og restina, yki svo eða drægi úr hraðanum algerlega tilviljanakennt og léti bandið ganga í lykkju í 3 klukkutíma. Svo gæfi ég þetta út sem þrefalda plötu (3x klukkutími) og svo yrði platan einhverntíman efst á lista yfir “The most fucked up reckords ever made” og ég fengi minn draum uppfylltan, væri þá platan eitthvað merkileg þó hún hefði náð markmiði sínu?
Þetta er samt ekki gott dæmi, það geta allir sem vilja gert svona rugl plötu en það geta ekki allir unnið Eurovison. Ætla samt að láta það standa vegna þess að þetta er sniðugt.
“Ef þú værir að fylgjast með hverjir standa á bakvið þessa ”hefðbundnu“ popptónlistarmenn (ég geri ráð fyrir að þú sért að meina t.d. Britney Spears) væriru ekki að láta frá þessa hrokafullu og fordómafullu setningu. Einsog staðan er í dag eru heitustu pródúserarnir í bransanum meðal annars Brian Transeau, William Orbit, Timbaland, Dr. Dre, The Neptunes og Mirwais. Þetta eru allt miklir hæfileikamenn sem voru búnir að skara langt framúr í sínum geira. Að reyna að segja að þessir menn séu lélegir er ekkert annað en heimska og vanþekking.”
Eins og ég sagði í öðru svari þá sá ég eftir því að hafa sent þetta inn um leið og ég hafði ýtt á senda takkan, ég reyndi meira að segja að ýta á Stop merkið en það var of seint. Þetta var of hrokafullt og leiðinlegt hjá mér.
Ég var annars ekkert að setja út á þá sem stjórna bransanum (búa til stjörnurnar, semja eða hljóðvinna lögin) heldur sjálfar stjörnurnar. Ég veit fullvel að stjörnur dagsins í dag eru í fæstum tilvikum stjörnur vegna þess að þær eigi það skilið (ss framm yfir þá sem ófrægir) og að þessir menn á bak við tjöldin eru auðvitað fagmenn og vita upp á hár hvað þeir eru að gera, enda vitna ég aldrei til þeirra sem “feitu svíana” eins og margir. Og þegar maður veit að sami maðurinn hafi verið aðalvopnið á bakvið bæði Britney Spears og Backstreet boys þá fer ekkert á milli mála að þarna sé fagmaður á ferðinni.
Ég veit að stóru útgáfufyrirtækin geta gert stjörnu úr nánast hverjum sem er, geti hann sungið af einhverju ráði og líti sæmilega út.
“Britney er jákvæð, Nirvana er þunglynd. Britney Spears er með samhæfða sviðsframkomu, Nirvana ”chaotic“. Britney er glöð, Nirvana voru reiðir. Britney er með mjúka rödd, Kurt Cobain var með kvassa/ráma. Britney er við hæfi barna, það má deila um hvort Nirvana séu það. Britney er kurteis, Nirvana voru það varla.”
Þetta eru nú varla kostir, meira svona: Les Claypool er bassaleikari, Danny Carey er trommari. Tortoise er post-rock, Public image ltd er post-punk. Slayer eru harðir, Low eru mjúkir. Meira eiginleikar hverrar stefnu/listamanns en kostir, svipað og að segja að progg er betra en punk vegna þess að progg er langt, flókið og tilgerðalegt(stundum) en punk stutt, einfallt og einlægt(stundum) eða að jazz sé betra en þungarokk vegna þess að jazzinn er spunakenndari.
“Það getur vel verið að þér finnist þetta ekki vera kostir, en hafðu það í huga að það er fullt af fólki sem tekur jákvæðni og gleði flutta með mjúkri röddu framyfir reiðina og þunglyndið sem einkenndi tónlist Nirvana, ég er í þeirra hópi.”
Þá erum við komnir aftur á upphafið, ef gæði er föst stærð sem ekki er háð skoðunum hvers og eins þá getur það ekki skipt máli um gæði tónlistarinnar hvort hún sé já eða neikvæð, hörð eða mjúk því hverjum og einum getur líkað annað hvort betur, þá hlýtur það að falla undir sama flokk og skemmtanagildið og kemur þar af gæðunum ekkert við.
“Hvaða endemis vitleysa er þetta? Þegar ég var barn voru Duran Duran, Madonna og Michael Jackson uppáhalds tónlistarmennirnir mínir (ásamt Jean Michel Jarre og Yellow Magic Orchestra). Enn þann dag í dag hef ég gaman að því að skella þessu öllu á fóninn og skammast mín ekkert fyrir það. Ég fílaði líka Wham! og það sama gildir um þá, ég hef ennþá gaman af þeim lögum sem ég fílaði sem krakki.”
Hafði greinilega rangt fyrir mér þar. En þú hefur varla sömu taugarnar til gömlu Duran Duran platnanna og gömlu pönkararnir hafa til Suicide plötunnar sem þeir keyptu sér 1977 eða hvað?
“Hér er ég búinn að leggja niður hlutlaust mat sem ég vona að þú takir sem góðu innleggi í rökstudda og málefnalega umræðu um tónlist.”
Ég geri það, verst að staðurinn er ekki hentugri.