Ég var að skoða síðuna sem ég nefni hér fyrir ofan og mér finnst þetta ægilega sorglegt. Ein reglan er alveg sérstaklega glæsileg, ”Það má ekki vera þannig að það geti orðið þeim sem ber það til ama", ég ber nafn sem mér hefur verið strítt oft á þó svo að það sé leyft, nafnið er Óli (skóli, njóli, drjóli os frv).
En þetta bannar sem sagt fullorðnu fólki að taka upp nöfn sem því líkar við vegna þess að fólk í kringum það gæti verið fordómafullt, til dæmis ef ég vildi taka upp nafn Rómversks guð ljós og lista þá mætti ég það ekki, því nafni hefur þegar verið hafnað og það er Lúsífer. Lúsífer er náttúrulega nafn sem kristnir menn tóku upp á Satan (líklega vegna þess að þeim er illa við allt fallegt).
Lúsífer er sem sagt bannað af því að ákveðinn trúarhópur hefur fordóma gagnvart nafninu, eiga þá ekki allir trúarhópar rétt á að koma fram með nöfn sem þeim er illa við, þá losnum við við nöfn eins og Helgi (Helga), Kristinn (allt sem byrjar á Krist-), Guð- og Þór- forskeyti á nöfn hverfa, Óðinn, Freyr, Freyja og allt annað ætti eftir að hverfa.
<A href="