Gott fólk bæði hér heima og að heiman, nú ætlar Ríkisútvarpið að fara að senda kosningasjónvarp um gervihnött.
Ástæða þessara útsendinga er sögð allir þeir Íslendingar 20.000 þús segja þeir, sem búa utan Íslands verða nú að fá að vita hvað er að gerast hér heima þann 10 Maí.
Og náttúrulega einhverjir sjómenn “ fáir útvaldir því ekki nærri því öll skip ná þessum sendingum ”
Mér rann kalt vatn milli skinns og hörunds við að heyra þetta og sérstaklega við að heyra það að þetta myndi kosta okkur hundruði þúsunda eða jafnvel einhverjar milljónir “ Uss þetta er leyndarmál hvað þetta mun kosta mig og þig, svo ekki segja frá ”.
Sérstaklega stingur þetta mig af því að RÚV er rekið með hundruða milljóna tapi…..
Ég hreinlega vissi ekki að svona margir Íslendingar í Útlöndum borguðu afnotagjöldin sín ennþá ?? veit einhver tölurnar um það hvað margir brottfluttir Íslendingar borga ennþá afnotagjöld af okkar elskulega Ríkisfjölmiðli ??
Enn svona án gríns, hvers vegna í ósköpunum eigum við sem búum hérna á skerinu og erum neydd til að borga afnotagjöld RÚV fyrir að horfa á stöð tvö eða video “ flestir horfa ekki á RÚV ”
að borga fyrir gervihnattasendingar til útlanda?????
Nær væri að láta þá sem þessar sendingar eiga að ná til borga þetta sjálfir ekki satt.
Og mér er spurn hvers vegna hinn rétti kostnaður er svona mikið leyndarmál ?? er þetta svona dýrt að þeir óttast reiði almennings hér á landi.
Hvað segið þið hin um þetta mál ??