=============
AUGLÝSING:

Ert þú með karlmann í vinnu ?

Ef svo er þá býðst þér einstakt tækifæri til að hagræða í þínu fyriræki - rektu karlinn og ráddu konu í staðinn - þú gætir sparað allt að 20 % !!!!!!!!! STRAX við næstu mánaðamót.

=============

Nýjustu fregnir herma að körlum séu greidd hærri laun en konum – fyrir sömu vinnu.

Í því kapitalíska hagkerfi sem við búum við hljómar þetta einkennilega, því atvinnurekendur eru þá kerfisbundið að borga körlunum óþarflega mikið í laun – því þeir gætu einfaldlega ráðið konu í staðinn og sparað sér 20% eða hvað það nú er.

Ekki er um það deilt að karlmenn fá hærri laun en konur, en hvaða mögulegu ástæður hefur atvinnurekandi fyrir að greiða körlum hærri laun en konum ?

A. Atvinnurekendur eru svo anti-feministískir að þeir borga körlum viljandi hærri laun en konum – þrátt fyrir að þeir viti vel að karlar og konur skila sömu vinnu.

B. Atvinnurekendur telja að karlar skili betri/meiri vinnu en konur og borga körlum því hærri laun.

Ég vona flestir geti verið sammála um að möguleiki A gildi ekki nema í mjög fáum tilvikum, enda gerir hann bæði ráð fyrir karlrembu og að atvinnurekandinn vinni “í vondri trú” gegn hag fyrirtækisins með því að borga óþarflega há laun.

Atvinnurekendur borga því væntanlega körlum hærri laun því þeir álíta (með réttu eða röngu) að karlar skili meiri/betri vinnu. Hafi atvinnurekendur rétt fyrir sér, að karlar skili meiri/betri vinnu, þá er varla neitt við þeirra starfshætti að athuga – þeir borga einfaldlega laun eftir vinnuframlagi og rekstur fyrirtækjanna í góðum málum.

Hafi atvinnurekendur hinsvegar rangt fyrir sér, þá eru þeir að greiða óþarflega há laun og fyrirtækin því illa rekin. Nú er launakostnaður oft(ast?) stærsti útgjaldaliður fyrirtækjanna og því ekki um neina smá fjármuni að ræða.

Tökum dæmi um Marel á 4 ársfjórðungi 2002:

Sjá: http://www.marel.is/07000/pdf/2002_12_31_news.pdf
Nota núverandi gengi evrunnar 83.00, eftirfarandi í ISK:

Rekstrartekjur: 2.354 Milljónir

Launakostnaður: 936 Milljónir
Annar kostnaður: 1.242 Milljónir

Hagnaður: 176 Milljónir

Ef við gerum ráð fyrir 20% kynjabundnum launamun og að Marel hafi jafn margar konur og karla í vinnu en ákveði svo reka alla karlana og ráða konur í staðinn (eða lækka laun karlanna til jafns við konurnar), þá lækkar launakostnaðurinn um 10 % eða um 94 milljónir króna á ársjórðungi (376 milljónir á ári) og hagnaðurinn eykst þannig um sömu tölu og verður því 269 milljónir í stað 176 milljóna sem er 53% hækkun.

Af hverju eru fyrirtækin ekki búin að uppgötva þetta ?

Séu þær fullyrðingar réttar að karla og konur skili sömu vinnu og að karlar fái samt hærri laun, þá er eitt helsta sóknarfærið í íslensku atvinnulífi fólgið í því að stofna fyrirtæki sem eingöngu ræður konur til starfa, enda þá hægt að selja sínar vörur og þjónustu mun lægra verði (jafnvel 10%) en keppinautarnir sem fíflast til að ráða karla í vinnu á allt of háum launum.

Af hverju eru þessi fyrirtæki ekki til ?

Er ég kannski eitthvað að misskilja þetta……


…….best ég kíki á launamuninn í USA, draumalandi kapitalismans, því þar kasta menn nú ekki peningunum út um gluggann með því að borga körlum hærri laun en konum fyrir sömu vinnu.