Sá hugsunnar háttur hefur nú gilt um nokkurn tíma að annað hvort er maður “með eða á móti” umhverfinu. Eins og að allir sem eru hlynntir virkjun á Kárahnjúkum vilji virkja Dettifoss! Þetta minnir helst á Kaldastríðshugsunnar hátt, með eða á móti…. ekkert milli stig.
Ég er með virkjun… því ég tel það bara það eina raunhæfa. Sjáið til, það er ekki grundvöllur fyrir háskóla á Austurlandi. Það er ekki mikið af atvinnulausum prófessorum sem dauðlangar að flytja til Egilsstaða, hvað þá Reyðarfjarðar. Ég veit hins vegar um mikið af fólki bíður bókstaflega eftir álveri og virkjun.
Til að mynda, þá er vélstjóri sem býr og á fjölskyldu á Neskaupstað. Hann vinnur á sjó sem vélstjóri og hefur gert það í rúm 20 ár, honum langar hins vegar að verja meiri tíma með konu og börnum. Haldið þið að hann taki sig til og fari að kenna við Háskóla Austurlands? Nei, hann bíður hinsvegar eftir álveri þar sem hann á bókaða vinnu. Mér þætti gaman að sjá Steingrím J. útskýra fyrir honum að hreindýr hins heilaga hálendis væri í raun virkilega mikilvæg og því gæti álverið ekki orðið að veruleika.
Það eru líka undarlegar stefnur sem þessi mál virðast taka. Núna hafa mjöglengi staðið yfir bygging á Náttúrufræðihúsi við Háskóla Íslands. Og hvar er það staðsett? Út í miðri vatnsmýrinni! Það var fyrir nokkrum árum sem grafin voru síki kringum vatnsmýrina til að vernda “hið viðkvæma fuglalíf” sem er svo “mikilvægt”. Flugvöllurinn átti helst að fara, svo mikil hætta steðjaði að. Árið 1989 var fólki til sem var á móti ráðhúsinu!! því það sagði að fuglalíf tjarnarinnar, “perlu borgarinnar” (þessi drullu pollur) myndi fara í rúst. En ráðhúsið var byggt og hvað er að gerast? Endur hafa verið á tjörninni frá því að ég man eftir mér og byggingin er ein sú flottasta í borginni.
Svona vitleysa hefur áður verið birt. Kísiliðjan við Mývatn hefur verið starfrækt síðan 1968. Síðan þá hafa líffræðingar haldið fram að einhver stórkosleg katastróphía sé á næstu grösum, en ekkert hefur gerst og ef eitthvað þá er botngróður Mývatns í meiri blóma á dældum svæðum en annarsstaðar. En það er nú annað mál sem er lengra mál.
Mér finnst málflutningur VG vera oft á tíðum ósanngjarn og óraunhæfur því má ég ekki vera fylgjandi virkjun og fá mér göngutúr á Þingvöllum? Þ.e.a.s. það er ekkert pláss fyrir mínar skoðannir þar á bæ.
Ég aðhyllist raunsýni.
Svo………………………..xB
-Kveðja