VÁÁÁ, hvað er eiginlega málið.
Rétt í þessu var ég að flakka á milli stöðva og lenti á hinni kristilegu sjónvarpsstöð, Ómega. Yfirleitt skipti ég strax aftur eftir að hafa hlegið að þeim en nú stóðst ég ekki mátið. HALLDÓR ÁSGRÍMSSON var í viðtali á stöðinni og sá sem tók viðtalið var enginn annar en stuðboltinn og gleðipinninn Gunnar í Krossinum. Þarna, náði kosningabaráttan sögulegu lágmarki að mínu mati. Halldór var að tala um að það þurfti að fá pening í ríkiskassann til að efla menntun, heilbrigðisþjónustu og svo, að sjálfsögðu, KRISTILEGT STARF. HAHAHA. Ég mun leyfa ykkur að bæta við hérna, þetta dæmir sig best sjálft.
Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn eru líka slæmir í sinni baráttu. Samfylkingin að túra með Botnleðju og gefa matvæli í Lækjargötu á meðan að Sjálfstæðisflokkurinn heldur uppi stemmningunni í Austurstræti, þar sem að maðurinn sem á stærsta safn Armani jakkafata (eða svo segir hann sjálfur) á Íslandi grillar pylsur. Svo er Framsóknin náttúrulega líka inni í þessum pakka með Írafár & Co. Þetta minnir frekar á kosningabaráttuna í framhaldsskólum en fyrir Alþingi.
Einu flokkarnir sem virðist ekki vera að fara yfir um eru að sjálfsögðu Vinstri Grænir og svo líka Frjálslyndi flokkurinn. VInstri grænir láta sig málefnin meira skipta en ég veit ekki með Frjálslynda, kannski eiga þeir eftir að gera þetta. Vonandi að fólk kjósi ekki eftir því hverjir gefa mest nammi………..