Þetta er svar-grein við greininni “Fullkomna kona, Feminista” hér að neðan.
Ég tel fullkomlega hægt sé að færa rök fyrir því þessi keppni, Ungfrú Ísland.is, sé And-feminísk, og þá andstæð janfrétti.
Málið er að alla ævi er því haldið að konum að fegurð sé nauðsyn, og ein af þeirra helstu dygðum.
Til að karlmaður teljist í viðunandi ástandi útlitslega séð, er nóg að hann klæði sig í föt, þrífi sig og hugsanlega snyrti hár sitt endrum og sinnum. Til að kona sé meðtekin á þeim grundvelli af samfélaginu þarf hún að raka á sér fæturnar eða annars vera í buxum, fjarlægja hár milli augnbrúna og á þeim, önnur andlitshár, ganga i brjóstahaldara og fötum sem fegra en skýla ekki bara, og mála á sér andlitið ef eitthvað mikið liggur við, með vörum sem kosta fáar minna en 20.000 kílóið.
Flestar konur ganga þó lengra; yfir 90% íslenskra kvenna hafa litað hár sitt (móti 30% karla), þær ofstunda svo ljósabekki að húðkrabbi er vaxandi vandamál á sólarlausa skerinu okkar og 9 ára stelpur kaupa sér frekar föt og snyrtivörur en leikföng og passa hvað þær borða.
Upp úr þessu sjúklega fegurðar harðræði hafa svo einnig sprottið samfélags tengdir geðsjúkdómar eins og Búlemía og Anorexía og meira en helmingur allra vestrænna kvenna á við einhverskonar átröskun að stríða, mis alvarlega. meira en HELMINGUR kvenna fær einhverntíman samviskubit yfir því að éta mat. Fyrir mér hljómar það jafn fáránlega og að fá samviskubit yfir því að kúka.
Svo miða þær sig við “doctor-made” ofurfyrirsætur, lesa blöð um leiðir til fegrunar og hvernig það gerir mann hamingjusaman að vera falleg og sæt.
Því gefur auga leið, að ég tel í það minnsta, að hér er um að ræða samfélagslegt kynjamisrétti sem er svo greipt í okkur að fæst okkar gera sér grein fyrir því nema að litlu leyti (og nú er ég bara að tala um fegurðarkúgunina, þá er eftir brenglað kynlífshlutverk kvenna, vantrú á getu og gáfur kvenna o.s.frv., hlutir sem síast inn í vitund þeirra sem alast upp í vestrænu samfélagi, ásamt hundruðum annara fordóma og hleypidóma).
þessu vilja feministar, þeir sem ég þekki (ég sjálfur meðtalinn), berjast gegn, þetta vilja þeir reyna að uppræta úr þjóðarsálinni. Ungfrú Ísland.is er atburður sem festir þetta sára mein í sessi. Þar er fegurðinni gert hærra undir höfði en mér þykir hún eiga skilið.
Varðandi það að feministi sé ekki það sama og jafréttissinni verð ég að vera ósammála. Sá sem berst gegn misrétti, stuðlar að jafnrétti. Feministi er því í raun einungis sérhæfður jafnréttissinni, sérhæfður í réttindum kvenna. En það er nú ekki mikil sérhæfing þar sem það hallar ekkert gífurlega á karlana í jafnréttisbaráttunni. Það eru fæðingarorlof feðra, umgengisréttur fráskildra feðra og fleirra sem jú vissulega eru aðkallandi efni, en ófrágengin misrétti kvennamegin eru fleirri, stærri, verri og eldri svo eðlilegt er að fleirri helgi sig úrlausna á þeim.
Varðandi bmson, eða Baldvin, greinarhöfund fyrri greinar, þá ert þú vitleysingur að tala svona háðslega um málefnið og með öllu ósanngjarnt að draga þitt álit á útliti feminista fulltrúanna inn í umræðuna, en ef þú vilt sjá fallegann feminista er þér frjálst að senda mér skilaboð og ég býð þér í heimsókn; ég er stunning, með dimm djúp augu, há kinn-bein og six-pack eins og batmanbúningur.
Davíð Alexander Corno