Hæ allir!!
Ég er ein af þessum framhaldsskólanemendum sem hef tekið mér frí frá námi til að vinna en hef blessunarlega byrjað aftur í skóla, enda á ég bara skít og kanil eftir í stúdentsprófið. En eitt er ég alveg spólandi brjáluð yfir og það er helvítis mætingarkerfið. Ég er að verða 22 á þessu ári, ég á íbúð, bíl og LÍF og til að halda öllu þessu gangandi þarf ég að vinna. Ég vill vera í skólanum en ég á oft erfitt með að mæta eins og mér ber og á þessari önn var ég send til skólastjórans vegna lélegrar mætinga!! Ég talaði við hann og sagði honum að mér þætti þetta hálf hallærislegt og sagði manninum bara að líta á einkunnirnar sem ég hafi verið að fá á önninni sem voru flesta langt yfir meðallagi. Jú jú kallinn sá það en honum var alveg sama. Hann sagði bara: “Þegar þú skráir þig inn í skólann þarft þú að fylgja reglum skólans um mætingarskyldu blablabla…” Hann ætlaði að reka mig úr skólanum!?!?!?!
En svo ef maður er ríkur og getur farið í kvöldskóla er bara frjáls mæting og fínerí og allir voða sáttir. Mér finnst bara að það ætti að leggja mætingarskylduna niður þegar maður er orðinn 18 ára (SJÁLFRÁÐA-FJÁRRÁÐA!!) eða alla vega þegar maður er orðinn 20 ára!!!
Ég þurfti að skila inn veikindavottorði á önninni sem pabbi skrifaði fyrir mig bara af því það væri ekkert tekið mark á mér, og ég bý ekki einu sinni hjá pabba og mömmu! Þegar maður er orðinn þetta gamall þá er maður ekki í skólanum til að skemmta sér eða útaf því að mamma manns og pabbi vilja það. NEI, maður er í skólanum fyrir sjálfan sig, til að læra. Ég borga sjálf skólagjöldin og bækurnar og ég tel það fullkomlega eðlilegt að ég fái að ráða því hvernig ég mæti. Mitt líf, mín menntun!! Ef að skólarnir geta ekki haft kjark til að leggja mætingarskylduna niður við 18 ára aldur, þá væri alla vega vera hægt að sækja um að fá frjálsa mætingu með hliðsjón af einkunnum.
Hvað segið þið þarna hugarar, eruð þið ekki öll alveg sammála mér?
Endilega segiði mér hvað ykkur finnst…
Kær kveðja PUG - Reið og pirrrrrruð!!!