Orðin/-inn þreytt/-ur á umjöllun um Íraksmálin? Hættu þá að lesa það sem hér er skrifað. Ef svo er þá mæli ég t.d. með áhugamálinu: “Brandarar”.
Jæja, hið sanna eðli Bandaríska heimsveldisins er smátt og smátt að taka á sig skarpari mynd. Heimsveldi – skilgreining: Víðlent og voldugt ríki eða safn ríkja undir einni stjórn. Haldi eitthvert ykkar í einfeldni ykkar að skilgreining síðustu aldar á heimsveldi, samanber Breska-heimsveldið, sé sú eina rétta þá er kominn tími til að endurskoða það mat.
Bandaríkjamenn nota mun lævíslegri aðferðir en hin horfnu heimsveldi til að stýra og drottna yfir leppríkjum sínum. Bush hefur haldið því fram undanfarið, og nú nýverið í sjónvarpsávarpi til Írösku þjóðarinnar, að innrásarher hans væri kominn til að frelsa þegnana en ekki til að hertaka Írak. Nú er þessi lygi hans að koma í ljós, eins og við var að búast. Bætist þar með í lygasafn hans og hver ætti svo sem að verða hissa á því. Alltént ekki ég.
“The New York Times” birtir merkilega frétt í dag og ef við skoðum upphaf hennar þá gefur hún forsmekkinn að hertöku Bandaríkjanna á Írak (ég nenni ómögulega að þýða þetta):
——————————————– ————
“The United States is planning a long-term military relationship with the emerging government of Iraq, one that would grant the Pentagon access to military bases and project American influence into the heart of the unsettled region, senior Bush administration officials say.
American military officials, in interviews this week, spoke of maintaining perhaps four bases in Iraq that could be used in the future: one at the international airport just outside Baghdad; another at Tallil, near Nasiriya in the south; the third at an isolated airstrip called H-1 in the western desert, along the old oil pipeline that runs to Jordan; and the last at the Bashur air field in the Kurdish north.”
——————————————– ————
Hvað er hér á ferðinni ef ekki hernám? Nei, við skulum vera á jákvæðu nótunum og gera ráð fyrir því að Bush ætli sér, með þessum hætti, að hefja kristniboð í landinu. Það hljómar betur, er það ekki? Hann er jú frelsaður trúarofstækismaður og samkvæmt þeirri trú sem hann aðhyllist þá fara allir þeir til Helvítis sem ekki eru sannkristnir. Hann veit sem er (miðað við hans skoðanir) að allir þessir heiðingjar í Írak munu brenna til ösku þegar lífi þeirra á jörðinni líkur. Eigum við ekki bara að trúa því að það sé ástæðan?
Ekki vill hann ná yfirráðum yfir auðlyndum landsins, það er óhugsandi, enda væri það andstætt kenningum Jesú Krists, ekki satt? Hann er bara góður sannkristinn maður og ekkert annað.
Auðlyndir (völd), af hverju í ósköpunum ættu Bandaríkin að vera að sækjast eftir því að ráðskast með þær?
Geriði það fyrir mig að sleppa frösum eins og: “Þú ert fífl!”, “ertu ruglaður?” o.sv.frv. Slíkir frasar eiga heima í áhugamálinu: “Bull og vitleysa”!