Jæja, þá er búið að birta greinina mína um hvað mér finnst um Kommúnisma, og þá er komið að Kapítalismanum og skoðanir mínar á honum.

Í íslensku alfræði-orðabókinni sem gefin var út af Erni og Örlygi árið 1988:

Þjóðskipulag sem grundavallast á eignareinkarétti framleiðslutækjum. Framleiðslen miðast við að hámarksgróða og stýrist af frjálsum markaði með vöru, þjónustu fjármagn og vinnuafl. (Soldið stytt)

Ef við kryfjum þetta er hægt að sjá að það reyna allir að græða mest og vera með mestu og bestu vöruna á lægsta verðinu og fagna því þegar eitthverjum öðrum gengur illa, því að þá græðir hann meira.
Í þessu kerfi er engum hjálpað, nema að meður græði á því sjálfur, eða að maður er Kommúnisti í Kapítalískum heimi.
Best sést þetta hjá BNA sem aðstoðar hvern þann sem þeir vita að þeir munu hagnast á seinna. (Þeir hafa margoft aðstoðað einræðisherra, ef þeir hafa haft einhverja hagsmuna að gæta, T.d. á Kúbu fyrir bylinguna)
Í BNA er það líka þannig að ef maður hefur hvorki sjúkratryggingu né peninga til að borga læknishjálp, þá verður maður bara að sætta sig við það að deyja. (Í Kommúnistaríkjum er læknishjálp ókeypis og engum hent á dyr)

Best má þó lýsa kapítalisma sem kapphlaupi, þar sem allir spretta að ákveðnu marki, og ef einhver dettur gleðjast hinir keppendurnir, enda sigurlíkurnar þá meiri.

En Kommúnismin er eins og ganga þar se allir ganga á sama hraða í átt að markinu og ef einhver dettur eða slasast er honum veitt hjálparhönd og honum komið yfir endalínuna með félögunum.

(Þessi kenning mun kosta virkilega mikið skítkast í minn garð en so what, þetta eru mínar skoðanir)
Lifið heil

MesserSchmitt
“Öreigar allra landa sameinist !!!!!!!”