Ok, ég nota þetta orð hippar frekar lauslega, en þó yfir ákveðna tegund af fólki. Fólk sem stunda hippalega hluti kalla ég hippa, einnig geta non-hippar framkvæmt hippalegan hlut (t.d. fjöruferðir og fleira).
En svo ég fari aðeins út í helstu hippaeinkennin.
Grænmetisætur:
Hvað er málið með að vera grænmetisæta? Ég skal skilja það ef þið viljið bara lifa heilbrigt og líður betur ef þið borðið bara grænmeti, en hvaða heimska er það að borða ekki kjöt og segja að það sé rangt að borða kjöt? “Ég borða ekki kjúkling frekar en ég borða þig!”, andskotans hippar, þetta finnst mér rosalegt. Við erum öll lífverur, við þurfum að éta aðrar lífverur til að lifa áfram, nema þið séuð að ljóstillífa þá eruði að drepa aðra lífveru til að lifa áfram, eini munurinn er að þið tókuð þá mórölsku ákvörðun að þið vilduð frekar drepa plöntur heldur en dýr, og af hverju? Af því að ykkur finnst kýr sætar eða eitthvað álíka heimskulegt. Grow the fuck up, þetta er gott á bragðið, og það er alveg jafn mikið dráp að drepa kú, og að rækta heilan akur af fallegum plöntum og að rífa þau niður á hátindi lífs síns svo þið getið fengið ykkur að éta. Svo ekki sé nú minnst á það sem hann Comrade Maddox segir, að það deyja FJÖLMÖRG dýr þegar það er verið að taka upp allt þetta grænmeti með vélum, auk þess sem að skorðdýr eru drepin til þess að grænmetið ykkar geti lifað, en það eru bara ljót dýr sem ykkur er sama um, þannig það skiptir engu máli.
Annar hippaskapur er að segja “Ég horfi nú frekar lítið/ekkert á sjónvarp” og að finnast þú vera betri en aðrir útaf því. WTF?! Er ég heimskari en þú af því ég sit fyrir framan sjónvarpið í staðin fyrir að lesa bækur um Yoga og orkustöðvar líkamans?! Ef það er verið að heilaþvo þig með sjónvarpi, og allar þessar auglýsingar eru að hafa svona rosalega mikil áhrif á þig, þá ertu veikgeðja aumingji sem getur ekki staðist freistingar, sem þýðir að ég er betri en þú, ekki öfugt, því ég þoli meiri sjónvarp.
Annað sem er mjög áberandi með hippa er að þau vilja að allir séu jafnir, og finnst kapitalismi slæmur, oftar en ekki eru þau rauð inn að beini og vilja kommúnisma hægri og vinstri. Lítum aðeins á hippakommúnuna Kristjaníu. WTF ER MÁLIÐ MEÐ YKKUR FÍFLIN YKKAR?! Þau kvarta yfir að dönsk stjórnvöld séu vond við þau og láti þau ekki í friði, ef þau vilja fá að vera í friði geta þau hætt að slæpast um og gera ekki neitt, en SAMT krefjast þess að fá atvinnuleysisbætur sem ALVÖRU fólk er að borga undir það með sköttum, það neitar að borga skatta, en heimtar samt það góða frá sköttunum, auk þess búa þau á landi sem ríkið á, sem ríkið þurfti að öllum líkindum að KAUPA, og ætlast þau núna til að ríkið GEFI þeim það af því þeim langar svona rosalega að vera hippar í friði??? Ef þið viljið vera hippar KAUPIÐ ÞÁ LANDIÐ sjálf og hættið að vera freeloading aumingjar.
Jæja, létt rant um hippa.