Aldrei höfum við verið jafn upptekin af sjálfum okkur. Fólk er svo gjörsamlega niðursokkið í lífsgæðakapphlaupinu að því er sama um allt annað. Það er allt í lagi að njóta góðra hluta, en margir virðast gleyma sér við þetta.
Til hvers erum við hér? Ekki til að horfa á PoppTíví, ekki til að eignast bíl og hús, ekki til að hlaða niður 10.000 mp3 lögum og ekki til að drepa hvort annað, henda ruslinu okkar í sjóinn og gera jörðina að brunnum, geislavirkum gerviefnakolamola.
Við erum mannkynið. Við erum næstum búin að gleyma því að við erum ekki bara 6.283.881.502 einstaklingar, heldur ein stór heild.
Við erum mannkynið. Heimurinn er það pláss sem við lifum í. Mannkynið á að lifa í sátt við sjálft sig, annað líf og umhverfið.
Við erum mannkynið. Allt sem við gerum, gerum við í þágu mannkyns, annars lífs og umheimsins.
Við lærum. Tilgangur þess er að gera mannkyninu, öðru lífi og umheiminum gott.
Við vinnum. Tilgangur þess er að gera mannkyninu, öðru lífi og umheiminum gott.
Við njótum. Við erum mannkynið, og við megum njóta afraksturs vinnu okkar. Samt megum við ekki bregðast þeirri skyldu sem við höfum, að vernda mannkynið, annað líf og umhverfið.
Framtíðin veltur á okkur.
Disclaimer: Ég er kannski kominn með svefngalsa.