Breytt staða í Mið-Austurlöndum
Enn og aftur hafa Arabar valdið sjálfum sér vonbrigðum með falli Saddams Hussein. Hvað varð um þessa rosalega blóðugu lokaorustu þar sem hinir hugdjörfu hermenn Múhameðs stráfelldu innrásarmennina ? Nei, eins og oft áður eru Arabar stórfenglegastir í orðskrúði og yfirlýsingum, en verður lítið úr verki þegar til alvörunar kemur, sem betur fer í þessu tilviki.
Það hefur ýmislegt unnist í baráttuni við hryðjuverk við fall Saddams þó engin finnist gereyðingarvopnin enn. Líklega þorir enginn spilltur arabaleiðtogi að taka við af Saddam við að borga fyrir sjálfsmorðsárásir í Ísrael og hryðjuverkasamtök munu ekki lengur hafa aðstöðu til æfinga og aðgang að vopnum í Írak.
Sýrlendingar eru orðnir skýthræddir við hótanir BNA og þá stað reynd að þeir eru orðnir nokkuð landfræðilega einangraðir frá vinveittum arabaríkjum. Þess má vænta að þeir muni minnka áhrif sín í hryðjuverkaheiminum og jafnvel fara frá Líbanon.
Á svipaðan hátt er Iran nú einangrað og ekki er ólýklegt að þar dragi til tíðinda í stjórnmálum, enda er yngra fólk þar búið að fá nóg af afturhaldssamri klerkastjórn og andúð á vesturlöndum er með minnsta móti. Egyptar hafa ekki hátt þessa dagana og prísa sig sæla fyrir hvern dag sem þeir halda völdum í skjóli hernaðar- og efnahagslegra styrkja frá BNA.
Þess væri óskandi að í Ísrael væri hófsöm stjórn við völd og hægt væri að koma friðarferlinu í gang, en þar hafa Palestínu arabar undir óstjórn Arafats brennt flestar brýr að baki sér.