Í fréttum undanfarið hefur verið sagt frá mörgu slösuðu fólki eftir árásir USA og Breta, en ein sú átakanlegasta er sagan um litla drenginn hann Ali sem ekki bara missti hendur heldur alla sína fjölskyldu.
Sem betur fer er máttur fjölmiðla slíkur að ekki verður við þá deilt þar sem myndir eru jú besta sönnunargagnið !!!!!!!
Fyrir nokkrum dögum kom þessi frétt í sjónvarpi þar sem sagt var að þessi drengur hefði upplifað það sem engin okkar gæti hugsað sér að lenda í, Það fyrsta sem ég hugsaði var að hvernig í lífinu ég gæti hjálpað þessum litla dreng ?? og jafnvel í huganum kom upp sú hugmynd að ættleiða litla guttan, ég er bara venjulegur maður og þarafleiðandi ætti ég hvorki peninga né völd til að hjálpa litla drengnum þótt hjarta mitt verkjaði af löngun til að gera eitthvað sem létt gæti drengnum lífið sem framundan er……
En það er ekki fyrr en eftir marga daga og óbærilegan þrýsting sem hin staðbundnu stríðsæsandi lönd “ Ísland þar á meðal ”taka við sér, og lofa öllu fögru, gulli og grænum skógum…..
Allt í einu vilja öll lönd nema Bandaríkin taka þennan litla dreng að sér og reyna að lækna hann!! hvers vegna eru aðilar stríðsins svona andskoti lengi að taka við sér og gera sér grein fyrir afleiðingunum ??? er ekki í ráðagerðum stríðs gert ráð fyrir að hjálpa saklausum sem óvart eru fyrir sprengjum og byssukúlum herjana ?? Ég myndi halda að það skipti miklu máli, þó ekki virðist það skipta breta og bandaríkjamenn miklu máli ?????
Bretar virðast þó gera allt sem í þeirra valdi stendur til að virðast mannlegir og leggja áherslu á góða samvinnu við Íraska borgara..
Halldór Ásgrímsson kom allt í einu í fréttum og sagði að Íslendingar væru tilbúnir að hjálpa litla drengum honum ALI, Halldór tók það fram að það væri dýrt og krefjandi með framtíðina í huga að hjálpa þessum dreng!! hvers vegna var hann að taka það fram sérstaklega að það þyrfti tíma og peninga til að hjálpa litla guttanum ??? eru þetta leyndarinnar kosningarbrellur eða eru þetta raunverulegar áhyggjur og umhyggja gagnvart hinum almenna borgara í Írak ??????
Reyndar veit ég ekki hvort ég ætti að klappa á öxlina á Halldóri og þakka fyrir góða hjartað, eða hvort ég ætti að sparka í rassgatið á honum og segja, mikið var að tekur ábyrgð á þínum gjörðum ?????
Reyndar held ég að sparka ætti í rassgatið á honum þar sem ekki hefði hann gert neitt nema fyrir þrýsting fjölmiðla ……….
Hvað segið þið hin ?? hvað finnst ykkur um þetta mál og einnig langar mig að vita hvernig ykkar sálarlíf og líðan er við að sjá þennan litla strák sem hefur ekkert gert á hlut sem styðja þessar aðgerðir ??????