Vissulega hefði verið betra að linka ekki í rússneska síðu, þó ekki væri nema til að minnka líkurnar á því að hægri plebbarnir rykju til og dæmdu málið dautt á þeim forsendum einum.
Það væri líka gaman ef þú tækir upp á því að skoða hlutina áður en þú dæmir þá.
http://www.informationclearinghouse.info/article 2842.htm
Skoðaðu þessa síðu, hún er á ensku og er skráð á fyrirtæki í Kaliforníu.
Það sem slær mig hvað mest við þessa mynd, er hvað atburðirnir eru allt öðru vísi en gefið hefur verið í skyn í fréttaflutningi. Það var enginn múgur manna, heldur má sjá á þessarri mynd að mest voru þetta herlið, fréttamenn og militia menn. Sjálfsagt hafa verið einhverjir Íraskir borgarar og efast ég ekki um að flestir séu þeir fegnir að vera lausir við ómennið Hussein, en fréttaflutningurinn af þessu atviki var blásinn út svo mikið að ekki er lengur hægt að tala um fréttamennsku, heldur er þetta orðið hreinn áróður.
Svo má heldur ekki gleyma því að torgið þar sem þetta átti sér stað, er mjög heppilega staðsett… það er beint fyrir utan gluggann á Palestine Hótelinu, þar sem flestir fjölmiðlamennirnir gista.
Þó ekki væri nú annað, ætti þetta kannski að verða til þess að fólk kokgleypi ekki við öllu sem kemur á CNN. Bandarískir fréttamiðlar eru í svo mikilli samkeppni hver við annan að sannleikurinn fær oftast að víkja fyrir æsifréttamennskunni, því allt snýst þetta jú um RATINGS (áhorfendafjölda), til að geta selt auglýsingarnar dýrari. Ef bandarískar fréttastöðvar færu allt í einu að segja allan sannleikann, hversu neikvæður sem hann væri fyrir Bush og félaga, þá myndu þeir fljótlega missa öll tengsl við “toppana” í Washington og yrði útskúfað. Ríkisstjórnin þarf ekki endilega að setja lög til að brjóta á frelsi fjölmiðla… þeir geta það með þögninni líka (ef þú skrifar eitthvað neikvætt um mig, þá tala ég ekki við þig, heldur samkeppnisaðila þinn, viltu það?)
Það þarf að taka öllum fréttum með fyrirvara, sama hvaðan þær koma. Því miður er ekki lengur hægt að treysta því að fréttamiðlar segi rétt frá.