ég var að velta fyrir mér einu. eða ég hef verið að sækja mikið um vinnu við tölvur síðustu mánuði, var að klára tölvubraut iðnskólans um áramót. og ég tek eftir að það er svakalega mikið af konum sem eru starfsmannastjórar eða yfir á tölvudeildum eða hjá tölvufyrirtækjum.

nú um daginn var auglýst staða og í auglýsingunni var sagt að það væri í jafnréttistefnu Reykjavíkurborgar að hafa jafnt af kvk og kk starfsmönnum og stóð að þess vegna væri stelpur sérkstaklega kvattar til að sækja um starfið.

ég sendi e-mail sem var gefið með þessari auglýsingu og sagði að mér fyndist þetta undarlegt þar sem um 95% af þeim sem útskrifast með tölvugráðu eru strákar. svo hvernig er það jafnt eða réttlátt að stelpa myndi ganga fyrir í starfið ef horft er á hvað margir strákar útskrifast. en ég hef ekki fengið neitt svar við þessum vangaveltum sem ég sendi á þetta e-mail sem var gefið .

ég sendi líka e-mail á addressu sem ég fann á http://www.jafnretti.is/ og voru það svipaðar hugleiðingar sem voru í því e-maili, ekki hef ég heldur fengið nein svör frá þeim.