Halló GunniS, ég er stelpa en mér finnst þetta fáránlegt. “Jákvæð mismunun” er stórhættuleg og getur alltaf snúist upp í andhverfu sína og gert minnihlutahópum erfitt fyrir. Í Bandaríkjunum þarf til dæmis segjum svört kona sem nær langt stanslaust að verjast árásum fávita sem halda að hún hafi bara náð langt á kostnað annara, út af jákvæðri mismunun en ekki eigin verðleikum. Slíkt er niðrandi og lýjandi. Ég styð jákvæða mismunun að vissu marki, mér finnst eðlilegt að veita til dæmis nemendum sem fengu ekki eins góða menntun afþví þeir bjuggu við slæmar aðstæður samt tækifæri á framhaldsmenntun og slíkt, og mér finnst eðlilegt að hvetja hópa sem eru á eftir til að standa sig til að koma í veg fyrir og mikla stéttarskiptingu,…og til lengri tíma litið hreinlega borgarastyrjaldir, en það eru takmörk.
Hérna á Íslandi hins vegar, þó í Bandaríkjunum eða eitthvað megi færa rök fyrir vissri “jákvæðri mismunun” (bara ef hún gengur ekki út í öfgar, og er mest í formi hjálpar en ekki óréttlætis), þá er Ísland land þar sem er lítil sem engin stéttskipting og kvennréttindi mjög mikið (Við erum víst nr.2 í heiminum í þeim efnum á eftir Noregi)…Auðvitað þarf samt alltaf að vera á verði varðandi kvenréttindi, feministahreyfingin varð ekkert til út af engu, en…….
Þessi “jákvæða mismunun” sem felst í að hleypa stelpum framfyrir í störf þar sem er lítið um stelpur (frekar en að láta þær komast áfram á eigin verðleikum, sem er miklu hollara fyrir fólk) er fáránleg.
Og þetta með að vera að hvetja stelpur til að fara í tölvunám eða sækja um tölvustöður, HVERS KONAR UNISEX FASISMI ER ÞETTA?
Tískustíllinn “Unisex” sem gekk út á að bæði kyn klæddust nákvæmlega eins fötum sem voru yfirleitt persónuleikalaus í útliti, hvorki fugl né fiskur, bara leiðinleg oft, minnir mig á þetta.
EINSTAKLINGURINN er ekki hvattur til að gera það sem hann eða hún vil, á eigin forsendum, sjálfri sér til gleði,…….heldur er látið eins og strákar sem gerist hjúkkur, eða stelpur sem gerist tölvufræðingar séu eitthvað að bjarga heiminum!
Fáránlegt! Í staðinn ætti að hvetja fólk til að hugsa “Gerðu það sem þú villt og hefur hæfileika til, láttu þér standa á sama um hvað er í tísku að gera en fylgdu bara hjartanu og gerðu eitthvað sem þú munt njóta þín í…”
Þá myndi kannski einhver stelpa já hugsa um tölvunám eða strákur um að gerast hjúkka, nú og einhver annar yrði kannski geimfari eða hver veit hvað, skiptir ekki.
En þessi stemmning “Stelpur mínar farið að læra á tölvur.” eða “Allir strákar í hjúkkuna!” fer bara VIRKILEGA í taugarnar á mér. Mér finnst þetta anti-einstaklingshyggja, bilun, væmið, falskt og einmitt hvetja til kynjafordóma og kynjamismununar, því slíkt byggist fyrst og fremst á að draga fólk í dilka í stað þess að horfa á einstaklinginn.
“Stelpur í tölvum, strákar í hjúkkunni” skilaboðin finnst mér alls ekkert jákvæð, þar sem þau draga fólk einmitt í dilka og eru svona politically correct væmni….
Stelpa á bara að læra á tölvu ef hún vil það, og verða snyrtifræðingur ef hún vil það, nú eða áhættuleikari eða hvað sem er, hún á að hafa frelsið og valið og fá frið fyrir heimskulegum heilaþvotti.
Og strákar má verða bifvélavirki, hjúkka nú eða atvinnu kafari bara allt eftir hans eigin vilja sömuleiðis.
Og ég efast um að þetta virki á neinn. Ef ég hefði verið 12 ára þegar verið var að hvetja stelpur endalaust til að læra á tölvur og bjóða þeim í væmnar heimsóknir á tölvuvinnustaði til að kynna þeim líf tölvufræðingsins, og önnur svokölluð “kallastörf” og endalaust hefði verið að hvetja ungar stelpur í iðnskólan að læra bifélavirkjun og svo framvegis og svo framvegis…..
þá er ég viss um að ég hefði svoleiðis hatað þessa væmni og heilaþvott að hvernig svona herferðir hunsa einstaklinginn og hvetja hann ekki til dáða, heldur reyna að lokka fólk út í að fylla einhvern kynja“kvóta” , sem er einmitt að koma fram við fólk eins og það sé ekki einstaklingar heldur tölur á blaði, ef ég hefði lifað á þessum tímum (ekki að ég var svo sem 12 ára á svipuðum tímum, ég er engin amma, bara X kynslóð) þá hefði ég gert þvílíka uppreisn gegn “allar stelpur að ganga í jakkafötum með drengjakoll” fasistunum, og þessari ógeðslegu væmni að ég hefði innritað mig strax á snyrtifræðibraut og naglanámskeið og reynt svo að gerast þula í sjónvarpinu. Nei, ég hefði reyndar ekki gert það, því það er nú bara annað form af kúgun líka, en þú skilur hvað ég meina…. Ég er nefnilega viss um að þetta hrekur einmitt margar stelpur og stráka frá að fara í óhefðbundin störf,……því það er ekki lengur þeirra draumar þá, heldur eins og þau séu að hlýða einhverjum væmnum skilaboðum úr samfélaginu frá væmnum kellingum, og ef það er eitthvað sem unglingar vilja ekki er það að vera hlýðin og væmin.
Svo kannski Karlrembufélag Íslands standi á bak við þetta og þetta sé eitt allsherjar samsæri.
Nei, ég segi svona bara…
Alla vega niður með þetta kjaftæði!
Kveðja,
stelpa.