Eitthvað hefur þú nú verið sofandi í Mannkynssögu góurinn. Bandaríkin lögðu ekki Hitler að velli, heldur Rússar. Mestu mistök Hitlers voru að ráðast á Rússana sem fórnuðu 22 milljón hermönnum í að berjast gegn Hitler, sem tapaði bróðurpartinum af herafla sínum í Stalíngrad.
Bandaríkin komu þar hvergi nærri. Það sem BNA geta hins vegar eignað sér réttilega, er D-Dags innrásin á Normandie, sem stöðvaði framgöngu Þjóðverja í Evrópu. Þú kannski hefur ekki frétt af því, en Bandaríkin skiptu sér ekkert af WW2 í heil 2 ár, sögðu að það væri vandamál Evrópu.
Þegar Japanar bombuðu Pearl Harbor breyttist viðhorfið aðeins.
Hitler naut stuðnings lýðræðisríkis, nefnilega Þýskalands. Þú mátt ekki gleyma því að þrátt fyrir baktjaldamakk og leynisamninga sem komu honum í góð mál, þá var hann lýðræðislega kjörinn í það embætti sem hann gegndi áður en hann varð kanslari og ákvað að ráðast á Pólverja.
Þó þeir hafi verið á mismunandi staðsetningu í pólitíska litrófinu, þá áttu Hitler og Stalín það sameiginlegt að vera Fasistar. Fasisminn er nefnilega algerlega hlutlaus þegar kemur að pólitískum skoðunum. Það sem fasistar hafa allir sameiginlegt, er að vilja stjórna öðrum og þola engar mótbárur. Það er það sem Hitler, Stalín, Mussolini, Hussein, Nixon og Bush eiga allir sameiginlegt. Þeir þola alls ekki að einhver mótmæli þeim og halda að þeirra skoðun sé sú eina rétta og allir sem séu á annarri skoðun hljóti annað að vera “á móti þeim”, eða brjálaðir öfgamenn (viðhorf sem ég hef orðið var við hér á Huga). Hér í BNA hefur fasisminn í Bush gengið svo langt að þeir sem mótmæla stefnu hans opinberlega eru kallaðir föðurlandssvikarar og alls kyns ónefnum og er oft hótað fangelsun eða brottvísun úr landi.
Hann minnir mig allavega mun meira á Hitler en Hussein. Hann er bara ekki farinn að drepa eigið fólk ennþá (ef við teljum ekki með þessa 150 fanga sem hann lét taka af lífi í Texas), en það er bara spurning hvenær. Nú vill hann gera Patriot Act varanleg lög (eina ástæðan fyrir því að þetta Act var samþykkt upphaflega var vegna þess að það átti að vera gulltryggt að það væri tímabundið ástand), en þessi lög draga mikið úr rétti einstaklings eins og hann er tryggður í stjórnarskránni (að verja stjórnarskránna er það eina sem Forsetanum ber að gera samkvæmt starfslýsingu og er Bush því búinn að fremja ótal embættisafglöp).
Hann náði völdum með baktjaldamakki eins og Hitler.
Hann dró úr rétti almennings með því að notfæra sér hræðslu almennings eftir hryðjuverk, eins og Hitler.
Hann notaði hræðslu almennings til að hefja stríð gegn annarri þjóð, eins og Hitler.
Frelsun Íraks var ekki opinberlega notað sem ástæða fyrir þessu stríði fyrr en EFTIR að það hófst. Í það eina og hálfa ár sem Bush barðist fyrir því að komast þangað, kom sú ástæða aldrei upp á yfirborðið. Það var ýmist hræðsluáróður um efnavopn eða kjarnorkuvopn (sem engin hafa fundist ennþá, efnið sem herinn “fann” nú í vikunni hafði áður verið innsiglað af vopnaeftirlitsmönnum SÞ og var því ekkert falið eða eitthvað sem ekki var leyft), eða talað um kúrdana sem hann drap (fyrir 15 árum og þá þótti Reagan það ekki merkilegra en svo að harðort skammarbréf dugði, því Hussein var jú góður viðskiptavinur þá), og svo vælt um að hann hefði ekki fylgt fyrirmælum SÞ (sem BNA gerir ekki heldur). Það var ekki fyrr en nú nýlega sem “frelsun” Íraks varð umræðuefni, því það var ástæðan sem fólk gleypti við. Auðvitað vilja allir að fólk sem býr undir harðstjórn njóti frelsis. Ekki einu sinni hörðustu andstæðingar Bush geta andmælt því. Það er ástæðan fyrir þeim “stuðningi” sem Bush nýtur. Ekkert annað en propaganda (sem var jú nokkuð sem Hitler var flinkur í).
Fyrst þú talar um víðsýni í yfirskriftinni hjá þér, þá væri óskandi að þú sýndir smá víðsýni í skrifum þínum, sem því miður virðast vera ansi einlit. Þú dregur fólk í dilka hægri vinstri og þykist svo vera víðsýnn! Víðsýni felur í sér að sjá fleiri en eina hlið og að átta sig á því að heimurinn er ekki bara svartur og hvítur, það er mikið af gráum lit líka. Ég er vinstri maður en ég hata einræðisherra jafn mikið og hver annar, því einstaklingsfrelsi skiptir mig meira máli en annað. Ég telst hins vegar vinstri maður því ég við að samfélagið tryggji að hver einstaklingur njóti frelsis. Hægri menn vilja flestir hverjir að sú ábyrgð sé í höndum einstaklinganna, sem sumir ráða við en aðrir ekki. Það eru þeir sem ekki ráða við það sem þurfa á hjálp þjóðfélagsins að halda. Þar sem ég vil ekki sjá aðra þjást vegna þessa, þá telst ég vinstri maður. En ég vil ekki að ég sé þar með settur í hóp með brjálæðingum eins og Stalín. Þú verður aðeins að líta í kringum þig og sjá hvernig heimurinn virkar áður en þú dregur ályktanir um hann.
Fjölmiðlar í BNA sýna ekki “sannleikann” frekar en Al-Jazeera. Þeir sýna það sem Pentagon leyfir þeim að sýna. Þeir sem segja eitthvað annað eru reknir (líkt og Peter Arnett).
Það eru þrjár hliðar á öllum málum. Það sem þú segir, það sem ég segi, og svo það sem rétt er. Sannleikurinn kemur sjaldnast í ljós.
Jæja, nóg blaðrað…
Undirskriftir með öðru en nafninu manns eru hallærislegar.