Það er örugglega voðalega erfitt að vera vinstri maður. Maður hefur alltaf
rangt fyrir sér.
Ekki nóg með að íbúar íraks taki bandamönnum fagnandi sem frelsurum
heldur er líka verið að ganga frá samningnum um evrópska
efnahagssvæðið svo síðust rökin fyrir inngöngu í evrópusambandið voru
að falla.
Nú hafa íslenskir vinstri menn stutt 3 af mestu fjöldamorðingjum sögunnar,
Stalín, Mao og Saddam Hussein. Svo ekki sé minnst á
mannréttindabrjótinn hann Castró í Kúbu. Nýjasta skýrsla Amnesty fer ekki
beint fögrum orðum um kúgunarstjórn hans.
Ég er farin að skilja af hverju vinstri menn eru alltaf svona bitrir yfir öllu.
Þeir hafa alltaf rangt fyrir sér. Allt kalda stríðið, alla síðustu öld.
Verði ykkur að góðu, þjóðsagan um umhverfismál er næst.
(og ekki einu sinni reyna að halda því fram að “tæknilega” hafið þið ekki
stutt Saddam, heldur bara verið á móti stríði. Íraska þjóðin er búin að svara
þessum rökum. Á móti stríði = á móti frelsun írösku þjóðarinnar.)