óMenning súkkulaði dólga - samfélagsgagnrýni Súkkulaði í slæmum skylningi…

Í dag ríkir menning er ég vil kalla eitthvað eins og menning súkkulaði dólga. Þessi menning, ef hægt er að kalla menningu, er að tröllríða þjóð okkar íslandi, ásamt mörgum öðrum vestrænum þjóðum. Ástæður þess að ég segi hana vera tröllríða þjóð okkar eru 1. hún nýtur fylgi fjöldans (múgsins) hvað mest 2. hún elur með sér slæma hluti líkt og að hlusta á tónlist vegna vinsældar hennar ekki vegna gæða. 3. haga stíl sínum eftir vinsældum en ekki persónulegs áhuga.

Ég fyrirlít þessa menningu. Ég fyrirlít súkkulaði dólga (tjokkó) og súkkulaði dræsurnar sem fylgja þeim. Ég fyrirlít stílinn, tónlistina og hugarfarið (ætti kannski frekar að skrifast óstílinn, ótónlistina og óhugarfarið).

óStíllinn er oftar nær stuttklippt hár (gjarnan aflitað), súkkulaði brúnn líkami vegna miklar sólbekkjanotkunar, kúluhálsmenn eða annað tilgangslaust glingur, skyrta/stuttermabolur og síðast og ja, síst fáránlega aflitaðar bláar gallabuxur.

óTónlistin er jafnan það sem spilast hvað mest á t.d. útvarpstöðunum FM957 og Bylgjunni og á sjónvarpstöðinni PoppTíví. FM957 er hér á íslandi, upprenna mest sorans í þessari menningu. Hún elur súkkulaðidólgana og dræsurnar á afslakri ótónlist sem hún velur eftir vinsældum hennar á einhverjum ótónlistarlistum í öðrum vestrænum löndum. Þetta er hálfgerð hringavitleysa, tónlist gerð af vinsælum tónlistarmönnum (eða frekar vinsælum lagahöfundum sem semja smelli fyrir pening) fyrir vinsæla neytendur þeirra. Það sem er vinsælt er vinsælt vegna þess að það er vinsælt. Lag af vinsælum tónlistarmanni verður vinsælt vegna vinsælda hans og trónar því á toppi vinsældarlista vegna vinsældar lagsins á öðrum vinsældarlistum. Í dag eru þrjár svona vinsældarstöðvar í gangi á landinu, í viðbót við FM967 eru það Steríó og Muzik. Vinsældir vinsældanna eru gífurlegar. Mér finnst það alveg ótrúlegt hve mikið fólk getur t.d. hlustað á gólin og görgin í öpunum Jarule og Nelly.

óHugarfarið lýsir sér einhvernvegin svona. Hinn sanni súkkulaði dólgur verður að fylgja reglum menningarinnar. Lýta á kvenfólk sem kjöt til að setja í, ökutæki sem tákn þeirra og stolt. Þeir verða ávallt að vera vera klæddir í súkkulaði gallann og vera ávallt tilbúnir í að djamma. Stjórnmál og heimsmálin skipta þá engu, bókmenntirnar eru Vikan, Bleikt & Blátt og að sjálfsögðu Séð og heyrt.

Skrifandi um Séð og heyrt. Ég myndi segja Séð og heyrt biblíu súkkulaði dólga. Þar geta þeir lesið sér til um vinsældir annara dólga og stúderað nýjustu sólbrúnkukremin. Þvílíkt ómerkis innihaldslausa rit þetta nú er í mínum augum, best er að ég eyði ekki fleiri stöfum á það.

Í súkkulaði dólga menninguni eru stjörnur. Dettur mér þar helst í hug ófreskjan Fjölnir Þorgeirsson, Birgitta Haukdal, stuðfolinn Jónsi í Svörtum Fötum og rapptrúðurinn Erpur í Rottweiler. Ekki má svo gleima höfuðófreskjunum í Skítamóral sem voru víst að taka saman aftur. Takið eftir því að þetta er allt fólk sem Séð og heyrt hefur örugglega skrifað þúsund sinnum um. Þessi upptöldu saurlifnaðar ómenni eru fólkið sem börnin lýta upp til í dag. Mér þykir það miður.

Samkomustaður þessara ómenna eru hinir ýmsu skemmtistaðir. Þegar mér er hugsað til skemmtistaða þessarar menningar dettur mér strax í hug hið alræmda musteri dólga og dræsna, Astró. Í hvert skipti sem ég geng fram hjá þeim stað langar mig til að henda þar inn handsprengju. Kannski mikil grimmd gegn lífum en ég er viss um að hver heilbrigður maður skilji langanir mínar er hann heyrir endurhljómblandaða (remix) Britney Spears óma og sér þrítugan súkkulaðipabba með aflitað hár í jakkafötum reykjandi sígarettur.

Stærri samkomustaður ómennana, hálfgert landsmót, er örugglega Vestmanneyjar að sumri til. Um verzlunarmannahelgina auðvitað. Þangað þyrpast súkkulaðistjörnurnar og á eftir þeim þúsundir súkkulaði dólga og dræsna á öllum aldri. Þar stunda þau svo öll eyturlyfjaneyslu og hópnauðganir undir ófögrum tónum einhvers ófrínilegs sveitaballabandsins.

Já lesandi góður, þetta er svakalegt. Hvað fleira get ég skrifað?. Gular hondur, Verzló, Selfoss? Stærð þessarar ógeðfelldu menningar er geysileg. Það verður að sporna við þessu. Hver er með mér!?

Djúpa lögin. Ég verð hreinlega að skrifa eitthvað um þennan sívinsæla súkkulaði dólga þátt. Ég fyrirlít þennan þátt. Mér líður illa er ég sé hann í gangi. Þetta er fáránlegur þáttur fyrir haustóma súkkulaði dólga og dræsur. Spurningarnar og svörin eru svo glötuð að það er ekki fyndið, frekar sorglegt. En þetta er ekki eini sorglegi sjónvarpsþátturinn kenndur við súkkulaði dólga sem hefur verið á dagskrá. Nei, munið þið ekki eftir “Með Hausverk um helgar”? Svei, það var nú ljóti sorinn. Þar fengu trúðarnir Valli Sport og Siggi Hlö til sín hvern annan þöngulhausinn í heimsókn. Hverja aðra bölvuðu súkkulaði stjörnuna og hverja aðra sveitaballa óhljómsveitina. Nú eiga einmitt trúðarnir tveir vinsældastöðina sem ég nefndi hér fyrr, Músík. Ég legg til að þeir endurnefni hana “Ekki Músík”.

Nú legg ég ekki meir á mig, það er svo átakanlegt að skrifa um allan þennan ósóma. En eitt er víst og það er að þessi leiðinda menning liggur djúpt í þjóðarsálinn og henni verður að sporna við með öllum tiltækum ráðum !
Mortal men doomed to die!