Allir eiga það til að leysa vind öðru hvoru eða a.m.k. einu sinni á lífsleiðinni, nema að sá hinn sami þjáist af einhverskonar ‘and-prump’ sjúkdómi, ef slíkt er þá á annað borð til. En ég held að flestir prumpi að meðaltali einu sinni á dag, þó ég hafi í raun ekki hugmynd um það.
Þegar fólk prumpar dreyfist lykt um það svæði sem viðkomandi er á. Misjafnt er hve langt hún dreyfist eða hversu sterk hún er. Oft er alls engin lykt af lyktinni, stundum (örugglega mjög sjaldan) er lyktin góð, en ofast er hún frekar vond, jafnvel hrottalega vond. Það kallast fýla, prumpufýla.
En hvernig bregðumst við við prumpi, og lyktinni sem því fylgir? Ímyndið ykkur t.d. skólastofu í framhaldsskóla, þar sem bekkurinn fyllir stofuna og ekkert sæti laust. Kennarinn er að tala um eitthvað frekar óskemmtilegt. Svo prumpar einn nemandinn. Þeir sem eru næst honum finna fýluna strax: ‘Oj!’ Nú vita allir hinir að vonda fýlan er á sveimi um stofuna. En í stað þess að segja strax ‘Oj!’ og hafna fýlunni, þá reyna þeir fyrst að finna lyktina, og segja síðan ‘Oj!’.
Prumpufýla er í lang flestum tilfellum vond, og ég veit ekki um neinn sem hefur undir einhverjum kringumstæðum fundist hún góð. Þannig ég að ég hef verið að pæla:
Finnst okkur prumpfýla góð, þó gæti verið ómeðvitað? Í stað þess að búast við því að hún sé ógeðsleg og reyna ekki einu sinni að finna hana, þá leitum við sjálf að henni. Það er kannski erfitt að sleppa frá prumpfýlu í fullri skólastofu, en af hverju leitum við samt að henni?
kv.
miles.