Er þetta ekki dæmigert? Nú eru einstaka aðilar innan NATO að átta sig á því að stríðsbrölt sé ekki að fullu heilsusamlegt. Hermenn þeirra hrynja niður úr krabbameini og alls kyns óþverra eftir að hafa andað að sér úranmenguðu lofti. Enn og aftur eru Vesturlönd og féttamenn þeirra svo hrikalega siðblindir og vitlausir að þeim virðist hreinlega ekki detta í hug að hugsanlega hafi fólkið sem þarna býr hafi líka orðið fyrir mengun. Nei, frekar á að senda alla hermenn NATO inn á klósett með glas til að míga í en hinn óbreytti borgar má bara míga í skóna sína til að halda á sér hita. En var þetta ekki allt saman gert í nafni þeirra? Var ekki verið að bjarga þeim?
Og svo reynir Mogginn að hreinsa mannorð Bandaríkjamanna með að slá því upp að þeir hafi varað við notkun vopnanna. Voru þeir kannski að vara við notkun þeirra þegar þeir sendu flugvélarnar sínar af stað? Djöfuls tvískinnungur.
Ég legg til að við sendum helling af fyrirspurnum til Halldórs Ásgrímssonar eða utanríkisráðuneytisins og spyrjum hvort að Ísland ætli að beita sér fyrir því að rannsakað verði hvort almenningur á Blakanskaga verði rannsakaður með tilliti til þessarar mengunar. Við studdum jú þessar aðgerðir á fundum í NATO.