Það er Dresden á hverjum degi í Írak.
Risasprengjur falla allan sólarhringinn á borg og torg og drepa menn og málleysingja. Fullkomnustu þyrlur heimsins skjóta á allt sem andar og tölvan staðfestir að sé 37 gráður heitt. Fallbyssu skjóta af slíkri nákvæmni, að ef skotið væri frá Reykjavík, þá væri nokkuð víst að hægt væri að hitta ákveðið hús í Hveragerði. Hver fermetri Íraks er myndaður úr gervihnöttum og öll fjarskipti hleruð. Innrásarherinn er miklu stærri og betur búinn en heimavarnarliðið.
Þrátt fyrir allt þessa yfirburði er Írak varið af ótrúlegri hörku. Aldrei hefur slíkt ofurefli átt í eins miklu basli með að undiroka smælingjann. Okkur var sagt að fólkið í landinu mundi fagna innrásinni og Satan Hussein yrði hafnað við fyrsta tækifæri. Það er deginum ljósara að fólkið hatar innrásarherinn meira en einræðisherrann.
Það skiptir engu máli lengur hvernig þetta endar, krossfararnir eru búnir að tapa. Fólkið er búið að láta álit sitt í ljós. Herförin var háð undir því yfirskyni að “frelsa” fólkið í landinu. Fólkið hefur svarað: “Við hötum innrásarliðið meira en Satan Hussein.”