Ég ætla að koma með svolítið dæmi um Tryggingastofnun sem sýnir hve rotin þessi blessaða ríkisstofnun er.
Þannig er með mál og vexti að móðir mín var orðin fárveik af brjósklosi í baki, var hætt að geta hreyft sig og lá bara í rúminu.
Við búum erlendis og fór hún til læknis hér þar sem við búum og sagðist hann ekkert geta gert neitt fyrir hana vegna þess að hún væri íslendingur.
Þannig að hún hringir í tryggingastofnun og fær þær upplýsingar að ef hún býr erlendis þá á hún rétt á mánaðar sjúkraskírteini á íslandi ef hún kæmi heim. Mamma mín ákveður þá að fara heim en þegar þar er komið er annað hljóð komið í kútinn. Tryggingastofnun segir að hún geti bara ekkert ákveðið að koma heim og fengið skírteinið, heldur verði hún að gera þetta í fríum!!!! (hvað annað er hún að gera á íslandi en að vera í fríi)
Semsagt hún fær vitlausar upplýsingar og eyðir peningum í dýran flugmiða sem við höfum ekki efni á einu sinni.
Hún náttla ætlaði ekki að sætta sig við þetta og gerir allt brjálað niðri í tryggingastofnun þannig að þeir ákveða að reyna að gera eitthvað fyrir hana.
En nei vitið þið hvað þeir stungu upp á, þeir sögðu henni að skrá sig aftur í landið til að öðlast sín réttindi aftur, hversu rotið system segir svona?
Missir maður öll sín réttindi þegar maður flytur úr landi en öðlast engin önnur í nýja landinu!!!!
Er maður bara réttindalaus!!! Hvers á maður að gjalda.
Svo er það annað dæmi. Mamma mín er öryrki og fær semsagt greitt í samræmi við það en þegar hún flytur út þá missir hún alla styrki, til dæmis bensínstyrk því að hún getur ekki gengið langar vegalengdir.
Hvað heldur Tryggingastofnun að hún geti gengið meira í öðru landi!!!
Svo hef ég sjálf lent í slæmu hjá tryggingastofnun.
Þannig er að ég lenti í vinnuslysi á seinasta ári og átti rétt á bótum vegna þess að ég hafði verið búin að segja upp vinnunni og átti rétt á launum frá þeim tíma þar til ég yrði aftur vinnufær.
Hvað gerði tryggingastofnun? Hún borgaði mér ekki nema 1/4 af því sem ég átti að fá og það var sko engin hægðarleikur að fá þetta borgað.
Málið er að ég flutti út á þessum tíma og var búin að ganga frá öllum mínum málum þannig að ég þyrfti ekkert að vera að hringja óþarfa dýr símtöl til Íslands, en nei hvað kemur þá upp á?
Tryggingastofnun borgar mér bara ekkert. Ég hringi og er mér þá sagt að allir pappírar séu ekki þarna þannig að það sé ekki hægt að borga mér neitt. Ég sem hafði hamrað á því við starfsmanninn í Tryggingastofnun um að allir pappírar væru í lagi svo það yrði ekkert vandamál. Hvers á fólk að gjalda frá þessari stofnun, eigum við endalaust að taka við skítnum frá þeim og ekki fá það sem við eigum skilið sem íslenskir ríkisborgarar.
En pointið með þessari grein er að mér blöskrar það að Tryggingastofnun sé að ráðleggja fólki að vera óheiðarlegt, semsagt skrá sig inn og út úr landi þegar því hentar til að fá þá aðstoð sem það á FYLLILEGA RÉTT á sem ÍSLENSKIR RÍKISBORGARAR.
Ps. Ég gæti komið með miklu fleiri slæm dæmi um hvernig þessi stofnun virkar en það myndi vera of löng grein.